Ferill 547. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1310 – 547. mál.


Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða Þorláksson, Jón Guðmunds son og Áslaugu Guðjónsdóttur frá fjármálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Vinnumálasambandinu, Sambandi íslenskra við skiptabanka, Sambandi íslenskra sparisjóða, Sambandi íslenskra tryggingafélaga og Kaup mannasamtökunum.
    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum (553. mál, þskj. 942). Í 2. gr. þess frum varps er lagt til að felld verði niður sú regla að reikna beri álagsstuðul á vexti af verðbréfum þegar þau eru ekki með árlegri greiðslu. Útreikningum þessum var ætlað að jafna skattlagn ingu ávöxtunarforma sem bundin eru til lengri tíma og þeirra sem vextir eru greiddir af ár lega. Komið hefur í ljós að ýmsum vandkvæðum er bundið að ákvarða slíkan stuðul og að mjög flókið yrði að framkvæma þessa jöfnun.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við bætist ný grein, er verði 2. gr., svohljóðandi:
    Við 6. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 3. málsl. og orðast svo: Ef tilgreint er á kvittun til rétthafa vaxtanna að um sé að ræða upplýsingar sem færa beri á skattframtal og heildarfjárhæð skattskyldra vaxta er undir 10.000 kr. þarf þó ekki að láta yfirlit þetta í té að tekjuári liðnu, nema rétthafi óski sérstaklega eftir því.

    Sólveig Pétursdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 1. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Valgerður Sverrisdóttir.



Pétur H. Blöndal.



Einar Oddur Kristjánsson.



Sighvatur Björgvinsson.



Steingrímur J. Sigfússon.