Ferill 560. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1313 – 560. mál.
Nefndarálit
um frv. til l. um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Frá efnahags- og viðskiptanefnd.
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason, Kjartan Gunnars
Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Seðlabanka Íslands, Verslunarráði Íslands, Vá
Í frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót nýrri stofnun, Fjármálaeftirlitinu, til að ann
Nefndin ræddi sérstaklega að ákvæðum frumvarpsins um samskipti Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands væri ætlað að tryggja að ekki komi til tvíverknaðar við eftirlit og upp
Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
1. Lögð er til sú breyting á 10. tölul. 1. mgr. 2. gr. að eftirlit samkvæmt lögunum taki til aðila sem heimild hafa lögum samkvæmt til þess að taka við innlánum í stað þess að telja þar upp fjárfestingarfélög. Er hér fyrst og fremst átt við innlánsdeildir samvinnu
2. Lögð er til sú breyting á 3. gr. að fellt verði brott það ákvæði greinarinnar sem kveður á um að viðskiptaráðherra muni ekki hafa afskipti af einstökum málum sem eru til um
3. Lögð er til breyting á 5. gr. sem tekur til forstjóra og starfsmanna hinnar nýju stofnunar, Fjármálaeftirlitsins. Fellt er niður ákvæði 2. mgr. sem segir að forstjóra stofnunarinnar sé heimilt að ákveða að starfsmenn njóti kjara samkvæmt samningum bankamanna. Þess í stað er bætt við ákvæði í 2. mgr. 20. gr. þar sem segir að starfsmenn Vátrygginga
4. Lögð er til breyting á 6. mgr. 6. gr. þar sem segir að ráðherra setji reglur um viðskipti stjórnarmanna, forstjóra og starfsmanna við eftirlitsskylda aðila. Skal þar meðal annars kveðið á um takmarkanir á heimildum til að vera í fjárhagslegum skuldbindingum gagn
5. Lögð er til breyting á 7. gr. þar sem fjallað er um sérstaka ráðgjafarnefnd. Til þess að leggja áherslu á sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins er lagt til að heiti nefndarinnar verði sam
6. Lögð er til sú breyting á 15. gr. að í stað þess að Fjármálaeftirlitið skuli ársfjórðungslega gefa viðskiptaráðherra skýrslu um starfsemi sína skuli slíkt gert á hálfs árs fresti sem að mati nefndarinnar ætti að vera nægilegt.
7. Lagðar eru til nokkrar breytingar á 16. gr. Í fyrsta lagi er lagt til að nánar verði skilgreind aðkoma samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila að rekstraráætlun Fjármálaeftirlits
Alþingi, 18. apríl 1998.
Vilhjálmur Egilsson,
form., frsm.
Pétur H. Blöndal.
Gunnlaugur M. Sigmundsson.
Einar Oddur Kristjánsson.
Sólveig Pétursdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir.
Sighvatur Björgvinsson,
með fyrirvara.
Ágúst Einarsson,
með fyrirvara.
Steingrímur J. Sigfússon,
með fyrirvara.