Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1317 – 581. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Seðlabanka Íslands, nr. 36/1986, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason, Kjartan Gunnars son og Pál Gunnar Pálsson frá viðskiptaráðuneyti.
    Umsagnir bárust nefndinni um málið frá Seðlabanka Íslands, Verslunarráði Íslands, Sam bandi íslenskra sveitarfélaga, Vátryggingaeftirlitinu, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi íslenskra sparisjóða, Kaupmannasamtökunum og Félagi löggiltra endurskoðenda.
    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um opinbert eftirlit með fjármála starfsemi og frumvarpi til laga um breytingu á sérákvæðum í lögum um fjármálaeftirlit, 560. og 561. máli. Samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi verður 1. janúar 1999 komið á fót nýrri stofn un, Fjármálaeftirlitinu, sem mun annast þá starfsemi sem bankaeftirlit Seðlabankans og Vátryggingaeftirlitið hafa nú með höndum. Því eru hér felld brott ákvæði úr lögum um Seðla banka Íslands sem lúta að starfsemi bankaeftirlitsins. Þá eru í frumvarpinu lagðar til ýmsar breytingar sem miða að því að færa lögin betur í takt við aðstæður á fjármagnsmarkaði.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að við 7. gr. bætist nýr málsliður sem kveður á um að þess skuli gætt sem frekast er kostur að samnýta upplýsingar sem aflað er samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. 38. gr. laganna. Með þessu er lögð áhersla á mikil vægi þess að koma í veg fyrir tvíverknað hjá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum í öflun upplýsinga hjá fjármálafyrirtækjum.
     2.      Lögð er til breyting á 8. gr. með hliðsjón af nýsamþykktum lögum um áframhaldandi gildi samninga með tilkomu gjaldmiðilsins evrunnar.
     3.      Lögð er til orðalagsbreyting á ákvæði 11. gr. þannig að í stað þess að kveða á um að arðsjóður skuli ávaxtaður á bestu fáanlegum vaxta- og verðtryggingarkjörum skuli hann ávaxtaður í tryggum og auðseljanlegum verðbréfum eða innlánum.
     4.      Loks er lögð til breyting á ákvæði 13. gr. um gildistöku, meðal annars með hliðsjón af breytingu á 8. gr., sbr. 2. lið hér að framan.

Alþingi, 18. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Einar Oddur Kristjánsson.     


Sólveig Pétursdóttir.     


Valgerður Sverrisdóttir.     



Sighvatur Björgvinsson,


með fyrirvara.


Ágúst Einarsson,


með fyrirvara.


Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.