Ferill 448. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1320 – 448. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um forkönnun á vegtengingu milli lands og Eyja.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og umsagnir hafa borist frá Vegagerðinni, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæ.
    Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að láta gera forkönnun á gerð veg tengingar milli Vestmannaeyja og lands. Framangreind vegtenging hefur verið nokkuð til um ræðu að undanförnu án þess að unnt hafi verið að byggja hana á neinum teljandi gögnum varðandi tæknileg eða fjárhagsleg atriði. Nefndin telur skynsamlegt að bæta hér úr og að gerð verði sú könnun sem lögð er til. Samkvæmt greinargerð sem fylgir tillögunni er gert ráð fyrir að kostnaður við fyrri hluta forkönnunar verði 1,5 millj. kr. og við síðari hluta 5 millj. kr.
    Nefndin telur æskilegt að könnunin verði gerð í tveimur áföngum eins og lagt er til í greinargerð með tillögunni og að ekki verði ráðist í síðari áfangann nema sá fyrri gefi tilefni til þess. Í fyrri áfanga þyrfti að huga að áhættumati fyrir þær lausnir sem nefndar hafa verið. Þessari hugmynd er ekki ætlað að hafa áhrif á áform um jarðgöng á Íslandi.
    Samgöngunefnd leggur til í ljósi þessa að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Ragnar Arnalds var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Kristján Pálsson.



Árni Johnsen.


Egill Jónsson.


Ásta R. Jóhannesdóttir.



Stefán Guðmundsson.



Guðmundur Árni Stefánsson.