Ferill 368. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1325 – 368. mál.Breytingartillögurvið frv. til búnaðarlaga.

Frá landbúnaðarnefnd.     1.      Við 1. gr.
       a.      Á eftir 2. tölul. komi nýr liður er orðist svo: Búfé er hross, nautgripir, sauðfé, geitur, svín, loðdýr, kanínur og alifuglar, auk þess eldisfiskar og önnur dýr sem haldin eru til nytja. Rísi ágreiningur um hvað falla skuli undir hugtakið búfé sker landbúnaðar ráðherra úr þeim ágreiningi.
       b.      Orðin „oftast í einum hreppi“ í 4. tölul. falli brott.
       c.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Héraðsráðunautur er ráðunautur sem starfar í tilteknum landshluta á vegum búnaðarsambands eða leiðbeiningarmiðstöðvar.
     2.      Við 3. gr.
       a.      Í stað orðanna „gera tillögu til fimm ára“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: fjalla um samning landbúnaðarráðherra og Bændasamtaka Íslands.
       b.      5. málsl. 1. mgr. falli brott.
       c.      Í stað orðanna „nema öðruvísi sé um samið“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: nema öðruvísi sé um samið eða ákveðið með lögum.
     3.      Við 4. gr. 5. málsl. orðist svo: Jafnframt skulu sitja í fagráðum eða starfa með þeim sérfróðir aðilar.
     4.      Við 7. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Framlög til jarðabóta geta náð til allra jarðeigna þar sem landbúnaður er stundaður, að undanskildum þeim jörðum og jarðarhlutum sem liggja á svæðum sem tekin hafa verið úr landbúnaðarnotum eða hafa verið skipulögð til annars en landbúnaðar.
     5.      Við 8. gr. Í stað orðsins „Leiðbeiningarmiðstöðvar“ komi: Búnaðarsambönd eða leiðbeiningarmiðstöðvar.
     6.      Við 9. gr. Orðin „í landinu“ í fyrri málslið falli brott.
     7.      Við 11. gr. Í stað orðsins „framrækta“ í fyrri málslið komi: rækta.
     8.      Við 12. gr. Í stað orðanna „Gjaldið skal nema 1,5%“ í 2. málsl. komi: Gjaldið skal nema 1,7%.
     9.      Við 13. gr. Í stað orðanna „föllum gripa“ í 2. mgr. komi: afurðum.
     10.      Við 16. gr. Orðin „villtum landdýrum“ í a-lið 2. mgr. falli brott.
     11.      Við 17. gr.
       a.      Í stað orðanna „bændum og öðrum viðkomandi“ í 3. tölul. 2. mgr. komi: þeim sem starfa að landbúnaði.
       b.      7. tölul. 2. mgr. orðist svo: vinna að eflingu búrekstrar í sveitum.
     12.      Við 18. gr.
       a.      Í stað orðanna „Á leiðbeiningarmiðstöðvum skulu starfa ráðunautar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Hjá búnaðarsamböndum og leiðbeiningarmiðstöðvum skulu starfa héraðs ráðunautar.
       b.      Orðin „ræktunarframkvæmdum og öðrum“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
       c.      Í stað orðanna „þeirra búnaðarsambanda er þeir starfa fyrir“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: þeirra búnaðarsambanda eða leiðbeiningarmiðstöðva er þeir starfa fyrir.
       d.      Í stað orðsins „Ráðunautar“ í 2. mgr. komi: Héraðsráðunautar.
       e.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Leiðbeiningar – héraðsráðunautar.
     13.      Við 20. gr. Í stað orðanna „Með lögum þessum, sem taka gildi 1. janúar 1998, falla“ komi: Lög þessi taka þegar gildi og jafnframt falla.
     14.      Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað orðanna „enda verði fylgt eftirfarandi reglum“ í fyrri málsgrein komi: en ákvæði laga þessara gilda um framkvæmdir sem hafa verið teknar út og samþykktar á árinu 1998. Um samninga við bændur verði eftirfarandi reglum fylgt.