Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1326 – 288. mál.



Tillaga til rökstuddrar dagskrár



í málinu: Frv. til sveitarstjórnarlaga.

Frá Svavari Gestssyni, Bryndísi Hlöðversdóttur, Hjörleifi Guttormssyni,


Kristni H. Gunnarssyni, Margréti Frímannsdóttur, Ragnari Arnalds,


Sigríði Jóhannesdóttur, Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni.



    Þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra harmar þá niðurstöðu meiri hluta Alþingis að neita að taka til umræðu frumvarp frá ríkisstjórninni sjálfri um breytingu á skipulags- og byggingarlögum þar sem reynt er að leita sátta í viðkvæmu deilumáli. Þar með er ljóst að ríkisstjórnin vill ekki ná neinni almennri sátt um skipulagsmál hálendisins. Jafnframt er ljóst að litlu breytir hvort frumvarp til sveitarstjórnarlaga nær fram að ganga á þessu vori eða bíð ur næsta vetrar. Með hliðsjón af þessu leggur þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra til að Alþingi samþykki að frumvarpi ríkisstjórnarinnar til sveitarstjórnarlaga verði vísað frá og tekið fyrir næsta mál á dagskrá.