Ferill 641. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1329 – 641. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða Þorláksson og Ragnheiði Snorradóttur frá fjármálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá yfirskattanefnd, ríkisskattstjóra, Félagi löggiltra endurskoðenda, Verslunarráði Íslands og Lögmannafélagi Íslands.
     Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um yfirskattanefnd sem ætlað er að miða að skilvirkari málsmeðferð fyrir yfirskattanefnd og tryggja að unnt verði að standa við lögákveðna málsmeðferðarfresti.
    Meginhlutverk yfirskattanefndar er að fjalla um stjórnsýslukærur vegna skatta og gjalda sem skattstjórar og ríkisskattstjóri leggja á og úrskurða um. Fer nefndin með æðsta úr skurðarvald í þessum málum í stað ráðherra.
    Nefndin ræddi sérstaklega ákvæði 5. gr. frumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir heimild til ríkisskattstjóra til að gera skattaðila skatt að nýju á grundvelli 3. mgr. 101. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt komi fram ný gögn eða upplýsingar sem ekki lágu fyrir við hina kærðu skattákvörðun. Með þessu er stefnt að því að ýmis smærri mál geti hlotið fljótvirkari afgreiðslu en ella. Í 24. gr. stjórnsýslulaga er að finna almenna heimild fyrir stjórnvöld til að taka mál til meðferðar á ný. Endurupptaka er þó ekki heimil hafi mál verið kært til æðra stjórnvalds. Með hliðsjón af þessu er sú sérregla sem lögð er til í ákvæði 5. gr. talin nauð synleg. Þá telur nefndin rétt að fram komi sá skilningur hennar að ákvæði frumvarpsins gildi um öll mál sem þegar eru til meðferðar hjá yfirskattanefnd og hafa ekki hlotið afgreiðslu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við 4. gr. Orðið „verulegan“ í 2. efnismálsgrein falli brott.

Alþingi, 28. apríl 1998.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.Gunnlaugur M. Sigmundsson.Einar Oddur Kristjánsson.Sólveig Pétursdóttir.Valgerður Sverrisdóttir.Sighvatur Björgvinsson.Pétur H. Blöndal.Steingrímur J. Sigfússon.