Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1333 – 403. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um fjarstörf og fjarvinnslu í ríkisrekstri.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Sambandi sveitarfélaga í Austurlands kjördæmi.
    Í tillögunni er skorað á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að auka fjölbreytni atvinnulífs í dreifbýli með því að innleiða fjarvinnslu og fjarstörf í ríkisrekstri. Allsherjarnefnd tekur undir efni tilögunnar, en nú þegar er unnið að því að nýta nútímatækni á þennan hátt við vinnslu verkefna á vegum ríkisins.
    Í ljósi þessa leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Hjálmar Jónsson.     


Gunnlaugur M. Sigmundsson.     


Bryndís Hlöðversdóttir.     


                                  

Kristján Pálsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.



Árni R. Árnason.