Ferill 642. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1336 – 642. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Frá Steingrími J. Sigfússyni, Svanfríði Jónasdóttur og Lúðvík Bergvinssyni.



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
             Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, skulu eftirfarandi ákvæði gilda um veiðar íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árin 1998 og 1999:
            a.      Að fengnu leyfi Fiskistofu eru veiðar frjálsar öllum skipum sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands.
            b.      Til að tryggja að heildarafli íslenskra fiskiskipa verði innan umsaminna marka er sjávarútvegsráðherra heimilt að stöðva veiðar þegar eftir er af heildarveiðiheimild um sem nemur einu fullfermi allra skipa sem hafið hafa veiðar. Skal þá þeim veiði heimildum úthlutað á skipin í samræmi við burðargetu miðað við stærsta landaðan farm. Heimilt er skipunum að sækja það magn í fleiri en einni veiðiferð ef þörf kref ur.
            c.      Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um upphafsdag og aðra tilhögun veiðanna, þar með talið nauðsynlegar reglur um tilhögun veiða íslenskra skipa í lögsögu annarra ríkja.
     2.      Við 2. gr. Greinin falli brott.
     3.      Við 3. gr. Greinin falli brott.