Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1338 – 315. mál.



Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um breytingar á hlunnindum lífeyrisþega almannatrygginga.

     1.      Hvernig hafa reglur um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og hlutdeild lífeyrisþega og sjúklinga í tal-, iðju- og sjúkraþjálfun breyst og hvenær undanfarin fimm ár?

Sjúkraþjálfun.
    Undanfarin ár og fram til 1. september 1997 var greiðsluþátttaka Tryggingastofnunar rík isins (TR) í almennri sjúkraþjálfun 60% af umsömdum taxta TR og Félags íslenskra sjúkra þjálfara (FÍSÞ). Ekki skipti máli hvort um lífeyrisþega var að ræða eða ekki. Þó greiddi Tryggingastofnun þjálfunina að fullu ef um tiltekna alvarlega sjúkdóma var að ræða sem taldir voru upp í samningi TR og FÍSÞ.
    Hinn 1. september 1997 tóku gildi reglur sem tryggingaráð samþykkti 13. júní 1997 (sjá umfjöllun þar um hér á eftir).

Talþjálfun.
    TR gerði í febrúar 1992 samning við Félag talkennara og talmeinafræðinga um talmeina þjónustu. TR greiddi fyrir meðferð vegna tiltekinna sjúkdóma sem taldir voru upp í samningnum. Fyrir almenna talþjálfun greiddi TR 60% en fyrir meðferð vegna alvarlegri sjúkdóma greiddi TR að fullu.
    Hinn 20. ágúst sl. var gerður nýr samningur við talmeinafræðinga. TR tekur þátt í að greiða fyrir meðferð vegna sjúkdóma sem taldir eru upp í samningnum. Þar er tekið fram að greiðsluþátttaka sé í samræmi við gildandi reglur tryggingaráðs hverju sinni, sbr. nú reglur dags. 13. júní 1997.

Iðjuþjálfun.
    Tryggingastofnun gerði samning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (SLF) á árinu 1993. Í samningnum er talið upp til hvaða tilvika samningurinn taki. TR greiddi í flestum tilvikum fyrir meðferðina að fullu. Þá hefur TR einnig greitt Gigtarfélagi Íslands (GÍ) fasta fjárhæð mánaðarlega til iðjuþjálfunar.
    Hinn 3. nóvember sl. var gerður nýr samningur við SLF. Samkvæmt honum greiðir sjúk lingur fyrir umsamda meðferð samkvæmt reglum tryggingaráðs eins og þær eru á hverjum tíma, sbr. nú reglur dags. 13. júní 1997. Samkomulag hefur einnig verið gert við GÍ. Sjúk lingar sem leita til gigtarmiðstöðvar GÍ greiða í samræmi við reglur tryggingaráðs frá 13. júní sl.

Reglur um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í þjálfun frá 13. júní 1997.
    Reglurnar, sem tóku gildi 1. september 1997, gilda um greiðsluþátttöku TR í sjúkraþjálf un, iðjuþjálfun og talþjálfun.
    Samkvæmt nýju reglunum greiða lífeyrisþegar og börn yngri en 16 ára lægra gjald en aðrir, þ.e. 25% kostnaðarins fyrir fyrstu 15 skiptin á árinu (þ.e. samanlögð skipti í sjúkra-, iðju- og talþjálfun), en eftir það er þjálfunin þeim að kostnaðarlausu út árið.
    Reglurnar miðuðu í upphafi við almanaksár. Þeim var breytt 28. nóvember 1997 þannig að miðað er við 365 daga frá fyrsta þjálfunarskipti. Breytingin tók gildi 1. janúar 1998. Rétt indin eru staðfest með útgáfu skírteinis.
    Aðrir sjúkratryggðir greiða 50% kostnaðarins fyrir fyrstu 24 skiptin á árinu en eftir það 25% kostnaðarins út árið.

     2.      Hvernig og hversu oft hefur reglum um greiðsluþátttöku almannatrygginga í tannlækniskostnaði lífeyrisþega verið breytt á sl. fimm árum?
    1. Hinn 1. janúar 1993 var lögum um almannatryggingar breytt. Elli- og örorkulífeyris þegar sem nutu fullrar tekjutryggingar áttu að greiða fjórðung kostnaðar við tannlækningar en hann hafði áður verið endurgreiddur að fullu af TR. Þeir sem nutu skertrar tekjutryggingar áttu að greiða helming tannlæknakostnaðar en greiddu áður fjórðung. Þeir sem ekki nutu tekjutryggingar áttu að greiða tannlæknakostnað að fullu en greiddu áður helming.
    Lagabreytingin ver útfærð með reglum nr. 63/1993. Í reglunum kom fram, til viðbótar við framangreinda breytingu, að endurgreiðslur til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega sem eru langsjúkir og dveljast á sjúkrastofnunum eða í þjónustuhúsnæði aldraðra (almennum deildum elliheimila) væru eftirfarandi:
          Þeir sem nutu vasapeninga (skertra eða óskertra) fengu endurgreidd 100% af tannlæknakostnaði eins og áður. Aðeins átti þó að endurgreiða 100% vegna gervigóma ef viðkom andi sótti um það fyrir fram, annars átti að endurgreiða 75% og var það breyting.
          Ef viðkomandi nyti ekki vasapeninga átti hann að fá endurgreidd 75%, þar á meðal vegna gervigóma. Áður voru ýmist greidd 50%, 75% eða 100%, eftir því hvort viðkom andi hefði notið einhverrar tekjutryggingar ef hann hefði verið heima.
    2. Með reglugerð nr. 235/1993 var gerð sú breyting að sjúkratryggðir fengu þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við gervigóma á fimm ára fresti (og fóðrun gervigóma á þriggja ára fresti). Áður hafði TR tekið þátt í greiðslu gervitanna á þriggja ára fresti.
    3. Með reglugerð nr. 664/1996 var gerð sú breyting að sjúkratryggðir fengu þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við gervigóma á sex ára fresti.

     1.      Hvernig hefur kostnaðarhlutdeild sjúklinga, aldraðra, fatlaðra og öryrkja í hjálpartækjum aukist eða minnkað á undanförnum fimm árum?


Breytingar á kostnaðarhlutdeild sjúkratryggðra í hjálpartækjum
1. janúar 1993 – 31. desember 1997.

Tæki Almennt Lífeyrisþegar Börn
Þrýstibúnaður Viðbót í nóvember 1995:
Hlutdeild TR 90% (áður 50/70% fyrir alla).
Framleistaspelkur Nýtt í mars 1997:
Hlutdeild TR 70%, hámark 4.500 kr. fyrir parið.

Gervibaðfætur frá kálfa/læri Nýtt í janúar1996:
Hlutdeild TR 50%, hámark 57.000/ 83.000 kr.
Gervibrjóst Breyting í ágúst 1993:
Hlutdeild TR 100%, hámark 19.000 kr. pr. stk. Áður var hlutdeild TR 100%, hámark 17.000 kr. pr. stk. í fyrsta skipti, síðan 14.500 kr. pr. stk.
Brjóstahöld vegna gervibrjósts Breyting í ágúst 1993:
Hlutdeild TR 70%, hámark 3.500 kr. pr. stk. Áður var hlutdeild TR 100%, hámark 4.000 kr. pr. stk. í fyrsta sinn, síðan 70%, hámark 2.800 kr. pr. stk.
Bæklunarskór Breyting 1. janúar 1998:
TR veitir fasta styrki 21.000/23.000 kr. fyrir tilbúna bækl unarskó, 85.000/90.000 kr. fyrir sérsmíðaða skó (tvö pör á ári fyrsta árið, síðan eitt eða tvö pör á ári).
Breyting 1. janúar 1998:
TR veitir fasta styrki 21.000/23.000 kr. fyrir tilbúna bæklunarskó, 55.000/ 60.000 kr. fyrir sérsmíðaða skó (tvö pör á ári).
Áður varð breyting í mars 1997: Hlutdeild umsækjanda 9.000 kr. pr. par (eitt par á ári).
Fyrir mars 1997 var hlutdeild umsækjanda 5.000 kr. pr. par (eitt par á ári).
Áður varð breyting í mars 1997: Hlutdeild umsækj anda 4.500 kr. pr. par (eitt par á ári). Áður varð breyting í mars 1997: Hlutdeild umsækj anda 4.500 kr. pr. par (tvö pör á ári).
Fyrir mars 1997 var hlut deild umsækjanda 3.500 kr. pr. par (tvö pör á ári).
Ýmis efni til húðvarnar og húðhreinsunar Breyting í febrúar 1996:
Ýmis efni tekin af skrá í reglum um hjálpartæki þar sem það er á lyfjaskrá og endurgreiðist í samræmi við reglur um lyf.
Skiptiborð fyrir fjölfötluð börn Breyting í september 1994:
Hlutdeild TR 90% (áður var hlutdeild TR 60%).
Miðstýrð læsing bíla, rafmagns rúðuopnarar raf búnaður á bíl spegla Niðurfelling í september 1996:
TR hættir að taka þátt í greiðslu á þessum búnaði.
Tvíhjól og tvímenningshjól Niðurfelling í september 1996:
TR hættir að taka þátt í greiðslu á þessum hjólum.
Þríhjól Breyting í september 1996:
Hlutdeild TR 90% (var áður 50/100%).
Fylgihlutir á þrí hjól (stuðningshjól o.fl.) Breyting í september 1996:
Hlutdeild TR 100% (var áður 50%).
Rafmagnshjóla stólar Hlutdeild TR er og hefur verið 100% í rafmagnshjólastólum. Viðbót í maí 1997:
TR tekur þátt í að styrkja kaup á öflugri útivistar-rafmagnshjólastólum með 95% greiðsluþátttöku, en hlutdeild notanda er þó hámark 100.000 kr.
Tölvuvogir Nýtt í júlí 1996:
Hlutdeild TR 50%, hámark 5.000 kr. vegna efnaskipta galla.
Rúmdýnur Breyting í júní 1997:
Hlutdeild TR 70/100% (var áður 50/70%).
Rúm Viðbót í júní 1997:
Hlutdeild TR í rúmgrind (rúmramma) 70% og í rúmdýnu 70/100% (til jafns við aðra).
Áður tók TR einungis þátt í kaupum á sérútbúnaði í rúm, svo sem rúmlyftu, hliðargrindum og rúm botni.
Talgervlar Nýtt í september 1995:
Hlutdeild TR 100%.
Farsímar Nýtt í febrúar 1993:
Hlutdeild TR 70%, hámark 40.000 kr.
Símboðar Nýtt í júlí 1996:
Hlutdeild TR 100% fyrir þá sem bíða eftir fyrirhugaðrar líffæraígræðslu.
Neyðarkallkerfi Breyting í október 1996 í kjölfar nýrra samninga (nú leigt áður keypt):
Hlutdeild TR 100% í stofnleigukostnaði eða 5.000 kr. (nú 5.150 kr.) og 3.500 kr. í mánaðar gjaldi (nú 3.700 kr.), hlutdeild notanda 950/1.474 kr. í mánaðargjaldi. (Réttur til þjónustunnar er víðtækari en áður, nær til einkaheimila, þjónustu íbúða fyrir aldraða og íbúða fyrir fatlaða sem ekki eru á vegum sveitar félaga eða stofnana).
Áður var hlutdeild TR 90% í stofngjaldi við kaup, 77.699 kr., og hlutdeild notanda 10%, 8.633 kr., og hlutdeild TR í mánaðargjaldi 80%, 5.886 kr., og hlutdeild notanda í mánaðargjaldi 20%, 1.471 kr. (Réttur til þjónustunnar tók til einkaheimila).
Næringarefni og sérfæði Nýtt í janúar 1997 í kjölfar breytinga á lögum um almannatryggingar:
Hlutdeild TR 100% í amínó sýrublöndu vegna efnaskipta galla. Hlutdeild TR að hluta í næringu um slöngu eða nær ingardrykki. TR veitir fasta mánaðarlega fjárstyrki vegna próteinsskerts fæðis eða sér fæðis vegna ofnæmis og óþols barna.
Hjálpartæki á
öldrunarstofnanir
Breyting 1. janúar 1993:
TR hættir að taka þátt í greiðslu á hjálpartækjum til þeirra er vistast á öldrunar stofnunum, samkvæmt reglu gerð nr. 422/1992, að hjólastólum undanskildum.
Hjálpartæki fyrir sjónskerta Breyting 1. janúar 1993:
TR hættir að veita styrki til kaupa á hjálpartækjum fyrir sjónskerta, en sú úthlutun er á ábyrgð Sjónstöðvar Íslands frá og með 1. janúar 1993.
Hjálpartæki fyrir heyrnarskerta Breyting 1. janúar 1993:
TR hættir að veita styrki til kaupa á hjálpartækjum fyrir heyrnarskerta, en sú úthlutun er á ábyrgð Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá og með 1. janúar 1993.