Ferill 680. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1344 – 680. mál.



Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um rekstrarkostnað Landsvirkjunar.

    Ráðuneytið vill í upphafi taka fram að Landsvirkjun er sameignarfyrirtæki í eigu ríkis, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Því ber að líta á Landsvirkjun sem aðila sem lýtur lagareglum að einkarétti en ekki opinberum rétti. Um aðgang Alþingis að upplýsingum um Landsvirkjun fer því samkvæmt sömu meginsjónarmiðum og gilda varðandi hlutafélög í eigu ríkisins. Það á m.a. við um mat á því hvort mál telst opinbert í skilningi 54. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og 49. gr. laga um þingsköp Alþingis, en skylda ráðherra til að veita upplýsingar eða svör við fyrirspurn um rekstur slíkra hlutafélaga nær aðeins til þess málefnis sem getur talist opinbert. Samkvæmt framansögðu er fyrirtækinu því óskylt að veita upplýs ingar um ýmis þau atriði sem fyrirspurnin lýtur að. Með hliðsjón af þeirri umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um starfskjör stjórnenda opinberra fyrirtækja telur ráðuneytið rétt að þessu sinni, þrátt fyrir fyrrgreind sjónarmið, að umbeðnar upplýsingar séu veittar. Lands virkjun hefur af sömu ástæðum ákveðið að láta upplýsingarnar af hendi.
    Við vinnslu svarsins hefur verið höfð hliðsjón af sjónarmiðum um meðferð persónuupp lýsinga. Svör við spurningum fyrirspyrjanda eru byggð á upplýsingum sem aflað hefur verið hjá Landsvirkjun.

     1.      Hver eru laun, lífeyrisréttindi og önnur starfskjör stjórnenda Landsvirkjunar, sundurliðað eftir stöðuheitum, fjölda stjórnenda og milli kynja, föstum launum, öðrum greiðslum eins og stjórnargreiðslum og hvers konar þóknunum og hlunnindum, þar með töldum bifreiðahlunnindum og risnu?
    Stjórn Landsvirkjunar er skipuð sjö mönnum, sex karlmönnum og einni konu. Nema laun þeirra í dag alls 420.800 kr. á mánuði að meðtalinni mánaðarlegri þóknun til eins stjórnar manna fyrir setu í stjórn Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar svo og greiðslu fyrir afnot af bifreið stjórnarformanns samkvæmt aksturssamningi milli hans og Landsvirkjunar. Sama mánaðarlega fjárhæð er greidd öllum stjórnarmönnum en þóknun stjórnarformanns er tvöföld.
    Framkvæmdastjórn Landsvirkjunar er skipuð fimm karlmönnum og eru laun þeirra í dag alls 3.589.965 kr. á mánuði að meðtalinni mánaðarlegri þóknun til forstjóra og aðstoðarfor stjóra fyrir setu í stjórn Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Fram kvæmdastjórnina skipa forstjóri, aðstoðarforstjóri, framkvæmdastjóri verkfræði- og fram kvæmdasviðs, framkvæmdastjóri fjármála- og markaðssviðs og framkvæmdastjóri rekstrar sviðs.
    Í framangreindum fjárhæðum eru meðtaldar greiðslur fyrir afnot af bifreiðum fram kvæmdastjóranna þriggja samkvæmt sérstökum aksturssamningum milli þeirra og Lands virkjunar.
    Landsvirkjun lætur forstjóra og aðstoðarforstjóra í té bifreiðir til afnota í þágu starfs þeirra og greiðir af þeim allan rekstrarkostnað. Eru þeim heimil hófleg einkaafnot þessara bifreiða og greiða þeir skatt af þeim hlunnindum í samræmi við reglur ríkisskattstjóra.
    Hvorki stjórnarmenn, framkvæmdastjórnarmenn né aðrir starfsmenn fá risnugreiðslur frá Landsvirkjun.
    Framkvæmdastjórnarmenn Landsvirkjunar eru allir í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

     2.      Hver hefur verið ferðakostnaður erlendis árlega sl. fimm ár, hve margar ferðir voru farnar hvert árið um sig, hvernig sundurliðast kostnaðurinn milli flugfargjalda, gisti kostnaðar og dagpeningagreiðslna? Sérstaklega er óskað sundurliðunar á fjölda ferða stjórnenda og árlegum kostnaði við þær og maka þeirra sé um það að ræða.
    Landsvirkjun hefur sett sér reglur um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum Landsvirkjunar, dags. 28. júlí 1994. Reglurnar, sem tóku við af eldri reglum, lúta annars veg ar að ferðalögum innan lands og hins vegar ferðalögum erlendis. Fargjöld á ferðalögum er lendis greiðast eftir reikningi, enda fylgi ávallt farseðlar. Annar ferðakostnaður en fargjöld greiðist þannig að stjórnendur fá greiddan kostnað við gistingu eftir framlögðum reikningum og dagpeninga sem skulu vera þeir sömu og gilda á hverjum tíma samkvæmt ákvörðun ferða kostnaðarnefndar. Af dagpeningum ber að greiða allan venjulegan ferðakostnað annan en fargjöld, svo sem ferðakostnað innan þess svæðis sem dvalið er á, fæði og hvers kyns per sónuleg útgjöld. Ferðakostnaður greiðist eingöngu fyrir þann sem ferðast til útlanda á vegum Landsvirkjunar en ekki fyrir maka hans eða skyldulið. Sé um að ræða sérstaka heimsókn eða algerlega sérstakar aðstæður skal þó greiða fargjald maka og hálfa dagpeninga vegna hans samkvæmt ákvörðun forstjóra hverju sinni. Ef ferðakostnaður er að einhverju leyti óeðlilegur eða óþarflega hár að dómi endurskoðanda Landsvirkjunar er hlutaðeigandi starfsmaður skyldur til að greiða það sem um of er eytt samkvæmt úrskurði endurskoðanda. Á það hefur ekki reynt.
    Ferðakostnaður Landsvirkjunar undanfarin fimm ár hefur verið sem hér segir (fjárhæðir í kr.):
1993 1994 1995 1996 1997
Fargjöld 5.037.461 9.030.983 10.267.791 9.422.859 14.757.094
Gistikostnaður 2.473.534 4.250.664 4.162.796 4.639.611 6.191.874
Dagpeningar 3.793.984 7.629.762 7.562.883 7.533.897 9.943.300
Annað 204.805 472.235 526.648 544.842 830.983
Alls 11.509.784 21.383.644 22.520.118 22.141.209 31.723.251

    Þar af vegna stjórnar og framkvæmdastjórnar:
Fargjöld 2.631.803 4.655.220 4.842.215 3.645.261 4.441.241
Gistikostnaður 1.357.129 2.688.340 2.495.618 2.258.716 2.779.016
Dagpeningar 1.909.860 3.802.366 3.694.206 3.122.940 3.858.080
Annað 130.023 304.451 309.529 251.564 278.841
Alls 6.028.815 11.450.377 11.341.568 9.278.481 11.357.178

    Fjöldi ferða á hinum tilgreindu árum var sem hér segir:
1993 1994 1995 1996 1997
Alls 63 96 107 114 150
Þar af vegna stjórnar og framkvæmdastjórnar
30

45

43

42

47

    Af framangreindum fargjöldum eru 469.280 kr. vegna maka stjórnenda árin 1993–97. Þrátt fyrir heimild í reglum Landsvirkjunar hafa þeim ekki verið greiddir neinir dagpeningar.
    Hin miklu umsvif Landsvirkjunar á sviði stóriðjusamninga og virkjunarframkvæmda hafa krafist verulegra samskipta af hálfu fyrirtækisins á erlendum vettvangi við mörg stóriðju fyrirtæki, framleiðendur vél- og rafbúnaðar, verktaka og fjármálastofnanir. Hefur hlutaðeig andi kostnaður farið hækkandi að undanförnu í samræmi við aukin umsvif Landsvirkjunar.

     3.      Hvaða reglur gilda um bifreiðahlunnindi, risnu- og ferðakostnað stjórnenda?
    Eins og að framan greinir lætur Landsvirkjun forstjóra og aðstoðarforstjóra í té bifreiðir til afnota í þágu starfs þeirra og greiðir af þeim allan rekstrarkostnað. Eru þeim heimil hófleg einkaafnot þessara bifreiða og greiða þeir skatt af þeim hlunnindum í samræmi við reglur ríkisskattstjóra. Þá hefur Landsvirkjun gert sérstaka aksturssamninga við framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
    Landsvirkjun setti sér risnureglur 9. júní 1994. Reglurnar, sem tóku við af eldri reglum, gera ráð fyrir að gætt sé hófs í útgjöldum Landsvirkjunar vegna risnu og miðast við eðlilega gestrisni. Ekki er heimilt að stofna til risnuútgjalda nema fyrir liggi samþykki forstjóra, að stoðarforstjóra eða framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs. Samráð skal haft við forstjóra vegna meiri háttar risnuútgjalda. Óheimilt er að greiða risnureikninga nema þeir séu áritaðir af forstjóra, aðstoðarforstjóra eða framkvæmdastjórum sviða. Stjórnendur fyrirtækisins fá ekki fastar risnugreiðslur frá Landsvirkjun.

     4.      Hver var árlegur risnukostnaður sl. fimm ár sundurliðað eftir
       a.      fastri risnu greiddri einstökum stjórnendum,
       b.      risnu greiddri samkvæmt reikningi?
        Óskað er sundurliðunar á helstu þáttum risnunnar og kostnaði við hvern þeirra, auk helstu tilefna risnunnar.

    Landsvirkjun greiðir hvorki stjórnendum né öðrum fasta risnu. Um risnugreiðslur gilda sérstakar reglur, sbr. svar við þriðju spurningu. Risnukostnaður Landsvirkjunar var á sl. fimm árum sem hér segir:
1993 1994 1995 1996 1997
Erlendir gestir 2.390.507 2.522.081 4.083.789 2.635.641 3.407.581
Kynningarfundir, móttökur o.fl.* 1.787.643 1.882.950 2.061.692 1.283.787 2.488.113
Innlendir gestir 1.174.964 1.286.903 2.614.490 1.515.004 1.980.612
Ársfundur 62.200 513.644 1.019.557 831.784 935.933
Alls 5.415.314 6.205.578 9.779.528 6.266.216 8.812.239
* Þ.e. kynningarfundir forstjóra með starfsmönnum og árlegar móttökur fyrir starfsmenn Landsvirkjunar o.fl.

     5.      Hefur verið farið í laxveiðiferðir á vegum Landsvirkjunar? Ef svo er, hvernig skiptist árlegur kostnaður vegna þeirra sl. átta ár milli laxveiðileyfa og annarra útgjalda vegna ferðanna? Hve margar ferðir voru farnar á ári hverju, hvert var farið, hverjir voru þátttakendur í slíkum ferðum og hver voru tilefni þeirra?
    Á sl. átta árum hefur verið farið í þrjár laxveiðiferðir á vegum Landsvirkjunar, eina ferð árið 1992, eina árið 1994 og eina árið 1995. Kostnaður við þessar ferðir var sem hér segir:
Veiðileyfi, risna og
leiðsögumenn
Annar kostnaður Alls
1990 0 0 0
1991 0 0 0
1992 986.014 344.131 1.330.145
1993 0 0 0
1994 1.583.092 259.521 1.842.613
1995 793.250 242.923 1.036.173
1996 0 0 0
1997 0 0 0
Alls 3.362.356 846.575 4.208.931

    Árið 1992 var í sömu ferðinni veitt í Laxá á Ásum og Víðidalsá með erlendum gestum frá fyrirtækjum á sviði álframleiðslu og fjármála.
    Árið 1994 var veitt í Víðidalsá með gestum frá erlendum fyrirtækjum á sviði álframleiðslu og fjármála.
    Árið 1995 var veitt í Víðidalsá með gestum frá erlendu fjármálafyrirtæki.
    Ferðir þessar voru farnar til að styrkja viðskiptasambönd Landsvirkjunar og hlutaðeigandi erlendra fyrirtækja.

     6.      Hverjir taka ákvarðanir um ferðir stjórnenda til útlanda og laxveiðar sé um þær að ræða?
    Samkvæmt áðurgreindum reglum um greiðslu ferðakostnaðar eru beiðnir um ferðaheim ildir fyrir stjórnendur sendar forstjóra til afgreiðslu.
    Ákvarðanir um laxveiðar eru teknar af stjórnarformanni og forstjóra.