Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1347 – 227. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um framtíðarskipan raforkumála.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Ingimarsson og Pál Gunnar Páls son frá iðnaðarráðuneyti, Þorkel Helgason frá Orkustofnun, Jón Gunnar Ottósson frá Nátt úrufræðistofnun Íslands, Júlíus Jónsson frá Hitaveitu Suðurnesja, Eirík Bogason og Aðal stein Guðjohnsen frá Samorku, samtökum raforku-, hita- og vatnsveitna, Kristján Jónsson og Eirík Briem frá Rafmagnsveitum ríkisins, Aðalstein Guðjohnsen frá Reykjavíkurborg og Halldór Jónatansson, Jóhann Má Maríusson, Edvard Guðnason og Stefán Pétursson frá Landsvirkjun. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Landsvirkjun, Akranesveitu, Hita veitu Suðurnesja, Samkeppnisstofnun, Verðbréfaþingi Íslands, Sambandi íslenskra sveitar félaga, Þjóðhagsstofnun, Orkustofnun, Orkubúi Vestfjarða, Samorku, Samtökum iðnaðarins og Vinnuveitendasambandi Íslands, Verslunarráði Íslands, Reykjavíkurborg, Neytendasam tökunum og Akranesveitu og Andakílsárvirkjun, auk sameiginlegrar umsagnar Bæjarveitna Vestmannaeyja, Rafveitu Hafnarfjarðar, Rafveitu Sauðárkróks, Orkuveitu Húsavíkur, Sel fossveitna og Veitustofnana Hveragerðis.
    Í tillögugreininni er gengið út frá því að unnið verði að því að breyta skipulagi raforku mála þannig að sköpuð verði skilyrði til aukinnar samkeppni í vinnslu og sölu raforku. Þannig verði í upphafi unnið að aðskilnaði vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu raforku inn an orkufyrirtækjanna, endurskipulagningu á meginflutningskerfi raforkunnar og breyttu fyrir komulagi á orkusölu til stórra notenda. Í kjölfarið verði síðan unnið að því að koma á sam keppni í viðskiptum með raforku. Þessum markmiðum er nánar lýst í sjö töluliðum auk skýr inga í greinargerð.
    Markmið breytinga á skipulagi raforkumála er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri nýt ingu orkulinda með því að markaðsumhverfi starfseminnar leiði til uppbyggingar í krafti fjár festingarákvarðana sem byggðar eru á hagkvæmnissjónarmiðum. Það er álit meiri hluta nefndarinnar að til þess að ná þessu markmiði þurfi í fyrsta lagi að móta löggjöf sem skapar starfsumhverfi raforkufyrirtækja á þann veg að þeim verði tryggður jafn aðgangur að orku lindum og markaði og að þau geti á þeim grunni mótað eigin stefnu og áform um fjárfesting ar, fjármögnun og umsvif. Þá verði í öðru lagi að haga verðjöfnunaraðgerðum þannig að í reikningi birtist allur kostnaður við orkuöflun, flutning og dreifingu orkunnar, sem og ráð stafanir til orkuverðsjöfnunar.
    Samkeppni hefur rutt sér til rúms í viðskiptum með raforku hjá grannríkjum Íslands og þar er komið á markaðsumhverfi. Undirbúningi að sameiginlegum raforkumarkaði Evrópu miðar vel. Í þeim ríkjum sem samkeppni hefur þegar verið innleidd er ljóst að breytingar í frjáls ræðisátt hafa skilað árangri með aukinni hagkvæmni og sveigjanleika í rekstri og hefur það leitt til lægra raforkuverðs.
    Fram undan eru miklar fjárfestingar vegna raforkuöflunar. Líklegt má telja að sá háttur sem hingað til hefur verið á hafður, að fjármagna raforkuver einungis með lántökum, muni ekki duga til þegar takast þarf á við stærstu verkefnin á þessu sviði. Því þarf að opna leið fyrir fjárfesta til að leggja áhættufé í slík mannvirki og laða fjármagn til þeirra eins og ann arrar atvinnustarfsemi. Að mati meiri hlutans verður það best gert með því að skapa fyrir tækjum og fjárfestum í raforkugeiranum starfsumhverfi sambærilegt því sem aðrir atvinnu vegir búa við. Það yrði byggt á möguleikum þeirra til stefnumótunar, fjárfestinga og umsvifa í samkeppni á opnum markaði. Til þess að raforkufyrirtækin geti nýtt sér þessa möguleika er nauðsynlegt að breyta eignarformi þeirra í hlutafélög. Það form hefur reynst mjög vel í stefnumótun og stjórn við þær aðstæður sem hér er lýst.
    Megininntak þeirra skipulagsbreytinga sem gera þarf er aðskilnaður ýmissa þátta starf seminnar sem til þessa hafa verið á einni hendi, þ.e. vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu raf orku, sem og flutnings raforku frá orkuverum til kaupenda og dreifiveitna um meginflutnings kerfi eða landsnet.
    Hvað varðar tímaáætlun um framgang þeirra verkefna sem iðnaðarráðherra yrðu falin með samþykkt þessarar tillögu telur meiri hlutinn eðlilegt að eftirfarandi viðmiðanir verði hafðar:
     1998.
     Vinnsla, flutningur, dreifing og sala verði aðgreind í bókhaldi og reikningum raforkufyrirtækja.
     Hafin verði könnun á tæknilegum og fjárhagslegum forsendum breytts fyrirkomulags á flutningi raforku um meginflutningskerfið.
     Hafin verði hagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs til Evrópu.
     Frumvarp til raforkulaga verði lagt fyrir Alþingi.
     Samkeppni verði um orkuvinnslu og sölu til einstakra endanlegra notenda sem kaupa meira en 50 GWh á ári.
     2000.
     Úttekt liggi fyrir um tæknilegar og fjárhagslegar forsendur breytts fyrirkomulags á flutningi raforku um meginflutningskerfið.
     Hafnar verði viðræður milli eigenda flutningsmannvirkja sem í hlut eiga.
     Stofnað verði sérstakt fyrirtæki um meginflutningskerfið, Landsnet, með dreifðu eignarhaldi orkuvinnslufyrirtækja, dreifiveitna, ríkisins og annarra fjárfesta.
     2001.
     Landsnet taki til starfa og innleiddar verði breytingar á fyrirkomulagi raforkuflutnings.
     Viðeigandi breytingar verði gerðar á sameignarsamningi um Landsvirkjun.
     Raforkufyrirtækjum sem ríkið á eignarhlut í verði breytt í hlutafélög.
     2002.
     Samkeppni til að mæta aukinni raforkuþörf til almenningsnota og í atvinnustarfsemi.
     2003.
     Markaður um raforku.
    Niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er um tæknilega, fjárhagslega og umhverfislega kosti og galla við tengingu íslenska raforkukerfisins við Evrópu. Að þeim niðurstöðum fengnum verði síðan teknar ákvarðanir um hvernig fram verði haldið.
    Meiri hlutinn tekur fram að ekkert er því til fyrirstöðu að framgangur þessara verkefna gangi hraðar fyrir sig en framangreind tímaáætlun kveður á um.
    Meiri hlutinn leggur til að gerðar verði nokkrar breytingar á tillögugreininni til frekari áhersluauka. Þannig er lögð áhersla á að ný skipan raforkumála leiði til þjóðhagslega hag kvæmrar nýtingar orkulinda í sátt við umhverfi landsins. Þá er lagt til að mörkuð verði stefna í rannsóknum á orkulindum og ítrekað að við mótun skilyrða um veitingu virkjunarleyfa verði sérstaklega litið til afhendingaröryggis. Meiri hlutinn telur jafnframt að kanna þurfi rækilega á hvern hátt verðjöfnun verði best komið fyrir innan nýrrar skipunar raforkumála. Að lokum leggur meiri hlutinn til að í skýrslu iðnaðarráðherra um framgang málsins verði m.a. fjallað um hvaða áhrif ný skipan raforkumála muni hafa á rafmagnsverð, þjónustu við almenning á einstökum landsvæðum og öryggi raforkukerfisins.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt tillögunnar með þeim breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 17. apríl 1998.



Stefán Guðmundsson,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.



Árni R. Árnason.




Sigríður A. Þórðardóttir.



Pétur H. Blöndal.



Hjálmar Árnason.