Ferill 619. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1354 – 619. mál.



Breytingartillögur



við frv. til. l. um breyt. á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
              Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
             Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er tollyfirvaldi heimilt að taka við pro forma reikningum eða viðskiptareikningum í stað frumrits eða samrits þegar verðmæti vöru er óverulegt eða hún augljóslega ekki ætluð til sölu hér á landi, til dæmis þegar um persónulega muni er að ræða.
     2.      Við 5. gr. (er verði 6. gr.). Greinin orðist svo:
             2. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
             Ráðherra skipar aðaldeildarstjóra og deildarstjóra til fimm ára í senn. Ríkistollstjóri skipar aðra tollverði og ræður aðra starfsmenn við embætti sitt, sbr. 39. gr. Að tillögu ríkistollstjóra getur ráðherra ákveðið að einn þeirra skuli vera staðgengill ríkistollstjóra. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um starfsheiti tollvarða.
     3.      Við 7. gr. (er verði 8. gr.). Efnismálsgrein orðist svo:
             Ráðherra skipar aðaldeildarstjóra og deildarstjóra til fimm ára í senn. Tollstjóri skipar aðra tollverði og ræður aðra starfsmenn við embætti sitt, sbr. 39. gr. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um starfsheiti tollvarða.
     4.      Við 9. gr. (er verði 10. gr.).
       a.      Orðið „ótímabundið“ í 1. málsl. 1. efnismgr. falli brott.
       b.      Við 2. málsl. 1. efnismgr. bætist: eða hlotið sambærilega menntun.







                   








Prentað upp.