Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1357 – 251. mál.Nefndarálitum till. til þál. um setningu reglna um ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins frá störfum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið sendar umsagnir frá fjármálaráðuneytinu, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Bandalagi háskólamanna.
    Í tillögugreininni er ríkisstjórninni falið að láta semja reglur um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu þegar þeir taka tímabundið við öðrum störfum, svo sem hjá alþjóða stofnunum sem Ísland er aðili að eða kjörnum trúnaðarstörfum.
    Meiri hluti nefndarinnar tekur undir þau sjónarmið að þörf sé á slíkum reglum og mælir með því að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 7. maí 1998.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.Gunnlaugur M. Sigmundsson.
Einar Oddur Kristjánsson.Sólveig Pétursdóttir.Valgerður Sverrisdóttir.Sighvatur Björgvinsson.Steingrímur J. Sigfússon.Prentað upp.