Ferill 655. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1365 – 655. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga, nr. 46/1997.

Frá félagsmálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elínu Blöndal frá félagsmálaráðu neyti, Ingvar Sverrisson og Gunnar E. Sigurðsson frá Vinnumálastofnun og Margréti Tómas dóttur frá Atvinnuleysistryggingasjóði.
    Frumvarpið er samið með hliðsjón af tillögum stjórnar Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga til félagsmálaráðherra. Breytingar samkvæmt frumvarpinu eru almennt til íviln unar fyrir atvinnulausa.
    Helstu breytingar á gildandi lögum sem felast í frumvarpinu eru þær að í fyrsta lagi er kveðið á um rétt manna til að geyma áunninn bótarétt í allt að 24 mánuði. Ákvæðið felur í sér svigrúm fyrir þá sem misst hafa vinnu sína til að leita að nýrri vinnu án milligöngu vinnu miðlunar og án þess að sjálfstæð leit þeirra leiði til skerðingar bótaréttar. Þá er lagt til að sá sem hverfur af vinnumarkaði vegna töku fæðingarorlofs öðlist rétt til að geyma áunninn bótarétt í allt að 24 mánuði og mælt er fyrir um rýmkun á rétti fanga gagnvart atvinnu leysisbótakerfinu. Kveðið er á um rétt til hlutabóta ef menn stunda hlutastörf. Í gildandi lögum er ekki kveðið á um þennan rétt og hefur það leitt af sér réttaróvissu. Að lokum er skýrt kveðið á um hvaða greiðslur úr Tryggingastofnun eða lífeyrissjóðum komi til frádráttar atvinnuleysisbótum.
    Í máli gesta kom fram að verði frumvarpið samþykkt á yfirstandandi þingi þurfi að breyta gildistökuákvæði þess þar sem aðlaga þarf tölvukerfi Vinnumálastofnunar að breytingunum.
    Nefndin tekur undir markmið frumvarpsins og leggur til að það verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    6. gr. orðist svo:
    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1998.

Alþingi, 28. apríl 1998.Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.Einar K. Guðfinnsson.
Kristján Pálsson.     


Pétur H. Blöndal.     


Magnús Stefánsson.     


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Rannveig Guðmundsdóttir,

með fyrirvara.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.