Ferill 592. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1377 – 592. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Í tillögunni er kveðið á um að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd með fulltrúum stjórnmálaflokka, skrifstofu jafnréttismála og Kvenréttindafélagi Íslands til að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að bæta hlut kvenna í stjórnmálum. Nefndin starfi a.m.k. í fimm ár, taki til starfa hið fyrsta og hafi heimild til að ráða sér verkefnisstjóra, sem starfi á skrifstofu jafnréttismála. Nefndin annist fræðslu, auglýsingaherferðir og útgáfu og hafi allt að 5 millj. kr. til ráðstöfunar í þessu skyni árið 1998 og síðan fjárveitingar sam kvæmt fjárlögum.
    Nefndin er sammála um að þetta sé þörf aðgerð og leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 30. apríl 1998.



Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.



Einar K. Guðfinnsson.




Kristján Pálsson.



Pétur H. Blöndal.



Magnús Stefánsson.



Arnbjörg Sveinsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Ögmundur Jónasson.