Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1379 – 402. mál.
                             


Nefndarálitum till. til þál. um aukið samstarf Íslands, Færeyja, Grænlands og Noregs í fiskveiðimálum.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráð herra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Árna Kolbeinsson, ráðu neytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins, Jóhann Sigurjónsson sendiherra, Hjálmar W. Hann esson, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Tómas H. Heiðar, aðstoð arþjóðréttarfræðing utanríkisráðuneytisins. Utanríkismálanefnd óskaði eftir umsögn sjávar útvegsnefndar og er hún birt sem fylgiskjal með álitinu.
    Utanríkismálanefnd leggur áherslu á gott samstarf við nágrannaríki Íslands, ekki síst í fiskveiðimálum. Gerðir hafa verið fiskveiðisamningar við flest nágrannaríki og unnið er að lausn deilumála. Byggjast slíkir samningar m.a. á rannsóknastarfi og samstarfi vísinda manna. Með tilliti til þessa leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 28. apríl 1998.Össur Skarphéðinsson,


varaform.


Lára Margrét Ragnarsdóttir,


frsm.


Siv Friðleifsdóttir.                             

Tómas Ingi Olrich.


Margrét Frímannsdóttir.Árni R. Árnason.Kristín Ástgeirsdóttir.Gunnlaugur M. Sigmundsson.


Vilhjálmur Egilsson.

Fylgiskjal.


Umsögn sjávarútvegsnefndar.


(20. apríl 1998.)    Sjávarútvegsnefnd hefur fjallað um málið. Nefndin er sammála mikilvægi þess að bæta samskipti við næstu nágranna í sjávarútvegsmálum. Ekki síst er mikilvægt að vestnorrænu þjóðirnar þrjár, Ísland, Færeyjar og Grænland, eigi með sér öflugt samstarf. Sjávarútvegs nefnd heimsótti Færeyjar á síðasta ári og hefur í hefur í hyggju að heimsækja Grænland á þessu ári, meðal annars til að efla samstarf á sviði sjávarútvegsmála. Nefndin telur einnig mikilvægt að hafa gott samstarf við aðrar nálægar fiskveiðiþjóðir eins og Noreg, Rússland, Kanada og aðildarríki ESB.
    Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort réttast sé að samþykkja framan greinda ályktunartillögu óbreytta, eða með breytingum, eða á hvern veg annan sé heppilegt að utanríkismálanefnd og Alþingi í heild taki á málinu.

F.h. sjávarútvegsnefndar,

Steingrímur J. Sigfússon, formaður.