Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1386 – 436. mál.


Breytingartillögur



við frv. til l. um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Frá Sigríði Jóhannesdóttur.



     1.      Við 14. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sérgreinadýralæknum skal eftir því sem við verður komið gert kleift að taka þátt í krufningum á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
     2.      Við 15. gr. Greinin falli brott.

Greinargerð.


    Varðandi breytingu á 14. gr. þykir rétt að benda á að í 2. gr. laga um Tilraunastöð Há skóla Íslands í meinafræði að Keldum eru ákvæði um hlutverk hennar. Samkvæmt þeim hefur tilraunastöðin þær skyldur að annast sjúkdómsgreiningar og mikilvægur þáttur í því er líffærameinafræði sem samkvæmt hefð felst í krufningum og smásjárskoðun. Það að fela sér greinadýralæknum að annast krufningar en fela Tilraunastöðinni að Keldum að annast smá sjárrannsóknir vefjasýna eins og ákvæði frumvarpsins virðast gera ráð fyrir er ekki þekkt annars staðar og virðist stangast á við lögboðið hlutverk stofnunarinnar. Ekki er gert ráð fyrir að sérgreinadýralæknar hafi neina sérmenntun í líffærameinafræði. Það skal þó tekið fram að æskilegt er að þeir geti tekið þátt í krufningum með líffærameinafræðingi eftir því sem við verður komið.
    Ákvæði 15. gr. frumvarpsins og skýringar við hana eru í mótsögn við gildandi lagaákvæði um Tilraunastöðina að Keldum. Ákvæði 15. gr. er ekki til þess fallið að gera veg þeirrar stofnunar meiri í sjúkdómsgreiningu dýra heldur minnka tengsl þjónustu við sjúkdómsgrein ingar og grunnrannsóknir á dýrasjúkdómum. Þá orkar einnig mjög tvímælis út frá stjórn sýslulegum sjónarmiðum að sami aðili, í þessu tilviki yfirdýralæknir, sem á að fyrirskipa og sjá um sóttvarnaraðgerðir, hafi einnig með höndum rannsóknaþjónustu sem slíkar aðgerðir byggjast á. Því er lagt til að greinin falli brott.