Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1405 – 359. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (StG, GuðjG, ÁRÁ, SAÞ, HjÁ, PHB).



1.      Við 1. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
         Um rannsóknir og nýtingu samkvæmt þessum lögum gilda einnig náttúruverndarlög, skipulags- og byggingarlög og önnur lög sem varða rannsóknir og nýtingu lands og lands gæða.
2.      Á eftir orðunum „frumkvæði að og“ í fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. komi: /eða.
3.      Á eftir orðinu „Orkustofnunar“ í 3. mgr. 5. gr. komi: og umhverfisráðuneytis.
4.      Á eftir orðinu „Orkustofnunar“ í 3. mgr. 6. gr. komi: umhverfisráðuneytis.
5.      Við 16. gr. 2. mgr. falli brott.
6.      Við 21. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um vernd og eftirlit með leitar- og vinnslusvæðum gilda einnig lög um náttúruvernd.
7.      3. og 4. málsl. 1. mgr. 34. gr. orðist svo: Leyfi samkvæmt þessari grein skal veitt að höfðu samráði við umhverfisráðherra. Náttúrufræðistofnun Íslands fer með eftirlit með rannsókn og nýtingu samkvæmt þessari grein.