Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1416 – 288. mál.
Breytingartillaga
við frv. til sveitarstjórnarlaga.
Frá Hjörleifi Guttormssyni, Svanfríði Jónasdóttur og Kristínu Halldórsdóttur.
Við 11. gr. 1. mgr. orðist svo:
Yfirstjórn hvers sveitarfélags nefnist sveitarstjórn. Heimilt er sveitarstjórn að nota heitið hreppsnefnd eða bæjarstjórn, enda byggi slík málnotkun á hefð. Byggðaráð skv. 38. gr. má á sama hátt nefnast bæjarráð eða hreppsráð og sveitarstjóra má kalla bæjarstjóra.