Ferill 578. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1421 – 578. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um lax- og silungsveiði, nr. 76 25. júní 1970, með síðari breyting um.

Frá Guðna Ágústssyni.     1.      Við 4. gr. Í stað orðsins „laxastofna“ í b-lið komi: stofna laxfiska.
     2.      Við 5. gr. D-liður orðist svo: Í stað orðanna „hlutaðeigandi veiðifélags og eftir tillögum veiðimálastjóra“ kemur: og hlutaðeigandi veiðifélags.
     3.      Við 7. gr. Greinin orðist svo:
             2. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
             Veiðimálastjóra er rétt að ákveða að friðun sú sem getur í 1. mgr. skuli gilda aðra daga ofar í straumvatni en neðar enda telji hann það nauðsynlegt til jöfnunar fiskigengd í því vatni.
     4.      Við 8. gr. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðsins „veiðimálastjóri“ kemur: hann.
     5.      Við 18. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 39. gr. laganna:
           a.      Í stað orðsins „Ráðherra“ kemur: Veiðimálastjóra.
           b.      Í stað orðsins „veiðimálastjóri“ kemur: hann.