Ferill 719. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1429 – 719. mál.
Frumvarp til laga
um nefnd til að rannsaka málefni tengd Landsbanka Íslands.
Flm.: Sighvatur Björgvinsson, Ágúst Einarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir,
Ásta B. Þorsteinsdóttir, Gísli S. Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson,
Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík Bergvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir,
Svanfríður Jónasdóttir, Össur Skarphéðinsson.
1. gr.
2. gr.
3. gr.
4. gr.
5. gr.
Greinargerð.
Í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um risnukostnað bankastofnana í eigu ríkisins komu í fyrstu fram rangar upplýsingar um risnukostnað Landsbanka Íslands. Í framSíðar hafa komið fram ýmsar upplýsingar og fullyrðingar, um starfshætti stjórnenda bankans, þar með talið í samskiptum við dótturfyrirtæki hans og um ábyrgð þeirra á ákvörð
Vegna mikilvægis málsins er nauðsynlegt að það verði kannað ítarlega eins og kveðið er á um í frumvarpinu. Vilji flutningsmanna er að nefndin verði skipuð sérfróðum aðilum, t.d. endurskoðendum, kosnum af Alþingi, en um heimildir til upplýsingaöflunar er m.a. stuðst við 39. gr. stjórnarskrárinnar. Nefndin skili skýrslu um málið í haust. Í frumvarpinu er kveðið á um að skylt sé að veita nefndinni umbeðnar upplýsingar að viðlagðri ábyrgð. Flutnings
Spurningar sem varpað hefur verið fram í tengslum við nýjar upplýsingar og fullyrðingar um vafasama starfshætti eru einna helst þessar:
— Störfuðu bankastjórar, bankaráð, innri og ytri endurskoðendur Landsbanka Íslands í samræmi við lög og reglur og ábyrga stjórnunarhætti á tímabilinu 1988–98?
— Eru skattaleg álitaefni vegna risnu Landsbankans og hvaða skýringar eru á óútskýrðum risnukostnaði einstakra bankastjóra umfram það sem skýrt er í skýrslu Ríkisendurskoð
— Sinntu stjórnendur bankans og endurskoðendur eftirlitsskyldum sínum með fullnægjandi hætti?
— Hverjar eru ástæður fyrir útlánatapi Landsbanka Íslands og dótturfyrirtækja síðustu tíu ár og hafa stjórnarhættir og eftirlit verið eðlileg?
— Hefur bankaeftirlit Seðlabanka Íslands sinnt á fullnægjandi hátt eftirlitsskyldum sínum gagnvart Landsbanka Íslands og tengdum aðilum síðastliðin tíu ár?
— Voru samantekin ráð um að hrekja einn eða fleiri bankastjóra Landsbanka Íslands úr starfi og ef svo er, hverjir áttu þar hlut að máli?
— Hefur formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, sem jafnframt var sölustjóri Vátryggingafélags Íslands, reynt að nota aðstöðu sína til þess að knýja á um stóraukin kaup á tryggingum af vátryggingafyrirtækinu?
— Hafa bankastjórar Landsbanka Íslands verið beittir þrýstingi af hálfu voldugra forsvarsmanna einkafyrirtækja til að knýja samkeppnisaðila til uppgjafar?
— Hefur núverandi viðskiptaráðherra haft óeðlileg afskipti af málefnum Landsbanka Íslands og dótturfyrirtækja hans, m.a. við lóðaviðskipti og í tengslum við Lind hf.?
— Hafa stjórnmálaflokkar eða stjórnmálasamtök notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankanum og ef svo er, í hverju hefur það verið fólgið og hverjir stóðu að þeim ákvörðunum?
Þessar spurningar hafa vaknað í kjölfar fullyrðinga og ásakana sem fram hafa komið á opinberum vettvangi eftir að greinargerð Ríkisendurskoðunar um málefni Landsbanka Ís