Ferill 692. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1430 – 692. mál.



Svar


samgönguráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um ríkisstyrktar hafnafram kvæmdir samkvæmt hafnaáætlun 1997–2000.

     1.      Hvaða reglum er fylgt varðandi styrkveitingar til hafnaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er gert ráð fyrir ríkisstyrktum framkvæmdum í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ samkvæmt hafnaáætlun 1997–2000?
    Ríkisstyrkur til hafnaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, sem og á öðrum stöðum á landinu, er ákveðinn með hafnaáætlun. Í III. kafla hafnalaga, nr. 23/1994, (14.–23. gr.) er kveðið á um framkvæmdir í höfnum og greiðslu kostnaðar og í IV. kafla (24. gr.) hafnalaga og III. kafla (4.–7. gr.) reglugerðar um hafnamál, nr. 232/1996, er kveðið á um gerð hafnaáætlunar.
    Í 21. gr. hafnalaga er kveðið á um reglur sem gilda um hámarksgreiðsluþátttöku í einstök um hafnaframkvæmdum. Í 4. mgr. 22. gr. segir síðan m.a.: „Skerðing á hámarki framlaga skv. 21. gr. skal miðast við fjárhagslega stöðu hafnarsjóðs og skulu settar um það nánari reglur í reglugerð.“
    Í 24. gr. hafnalaga segir m.a.: „Siglingastofnun Íslands skal vinna að gerð áætlana um hafnarframkvæmdir til nokkurra ára í senn, en þó aldrei skemur en til fjögurra ára. Við þessa áætlanagerð ber Siglingastofnun að hafa samráð og samstarf við viðkomandi hafnarstjórn, Hafnasamband sveitarfélaga og hafnaráð. Við áætlanagerðina og forgangsröðun fram kvæmda skal leggja til grundvallar mat á þörf fyrir framkvæmdir í einstökum höfnum, lands hlutum og landinu í heild.“
    Samgönguráðherra leggur hafnaáætlunina fyrir Alþingi til samþykktar.
    Við gerð hafnaáætlunar fyrir árin 1997–2000 var það mat Siglingastofnunar, hafnaráðs og samgönguráðuneytis að nægilegt framboð væri af viðleguköntum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ráðherra lagði hafnaáætlun fyrir Alþingi var því ekki gert ráð fyrir ríkisstyrktum hafnaframkvæmdum í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjavík. Að tillögu samgöngu nefndar Alþingis var hafnaáætluninni breytt í meðförum Alþingis á þá lund að ákveðið var að styrkja eitt nýtt verkefni í Hafnarfjarðarhöfn, byggingu svonefnds Háabakka, sem er fyrir hugaður 120 metra langur viðlegukantur milli Suðurbakka og Óseyrarbryggju. Greiðsluþátt taka ríkissjóðs var ákveðin 30%.

     2.      Hver setur þær reglur?
    Eins og fyrr segir er ríkisstyrkur ákveðinn í hafnaáætlun. Reglurnar eru í samræmi við hafnalög, nr. 23/1994, með síðari breytingum.

     3.      Verður þeim reglum breytt við endurskoðun hafnaáætlunar í haust?
    Í samgönguráðuneytinu er til athugunar að leggja til skerðingu á framlögum til þeirra hafna sem best eru stæðar fjárhagslega.

     4.      Eru lagalegar forsendur fyrir framlagi til hafnamannvirkja í Garðabæ og Kópavogi?
    Eins og áður segir leggur samgönguráðherra hafnaáætlun fyrir Alþingi en endanlega eru framlög til einstakra hafna ákveðin með fjárlögum hverju sinni. Í 20. gr. hafnalaga er kveðið á um skilyrði fyrir greiðslu úr ríkissjóði, en þau eru eftirfarandi:
     1.      Að eigendur hafnar eða hafnasamlags hafi stofnað hafnarsjóð til þess að eiga og reka höfn og standa undir hafnarframkvæmdum og fengið til þess samþykki ráðuneytisins.
     2.      Að hafnarsjóður hafi tryggt sér eignarrétt á því landsvæði á strandlengju hafnarinnar sem talið er þurfa undir hafnarmannvirki og þá starfsemi sem fram fer við höfnina. Ekki verður það þó gert að skilyrði að hafnarsjóður kaupi í þessu skyni íbúðar- eða verslun arhús eða varanlegar byggingar af öðru tagi.
     3.      Að unnið sé að framkvæmdum samkvæmt tæknilegri og fjárhagslegri áætlun varðandi útgjöld og greiðslu kostnaðar sem eigendur hafnar hafa samþykkt, svo og ráðuneytið, að fenginni umsögn hafnaráðs og forstjóra Siglingastofnunar Íslands.“

     5.      Hver er munurinn á lendingarstað og höfn?
    Til að um höfn geti verið að ræða samkvæmt hafnalögum þarf henni að hafa verið sett reglugerð er tilgreini mörk hennar, auk annarra nauðsynlegra stjórnunarákvæða, sbr. 2. gr. hafnalaga. Til að höfn fái framlög úr ríkissjóði þarf hún m.a. að uppfylla ákvæði 20. gr. hafnalaga, sbr. 4. lið. Á fjárlögum nokkurra undanfarinna ára hafa verið lágar upphæðir (2 millj. kr. á ári) til lendingarbóta á lendingarstöðum. Hafnalög ná ekki til þessara framlaga og er því ekki gert að skilyrði að reglugerð sé til um lendingarstaðinn eða að sveitarfélagið (hafnarsjóður) eigi landið undir mannvirkin.

     6.      Hverjir skipa hafnaráð?
    Samgönguráðherra skipar hafnaráð sér til ráðuneytis skv. 4. gr. laga nr. 6/1996, um Sigl ingastofnun Íslands. Í hafnaráði eiga sæti fimm fulltrúar og jafnmargir varamenn. Tveir eru tilnefndir af Hafnasambandi sveitarfélaga til fjögurra ára í senn að loknum sveitarstjórnar kosningum og þrír skipaðir án tilnefningar að loknum alþingiskosningum og er einn þeirra formaður ráðsins.
    Hafnaráð var skipað eftirfarandi fulltrúum með bréfi dags. 1. júní 1996:

Aðalmenn Varamenn Tilnefndur af
Jón Birgir Jónsson, samgönguráðuneyti Halldór S. Kristjánsson, samgönguráðuneyti án tilnefningar
Sturla Böðvarsson alþingismaður Sturlaugur Þorsteinsson, Höfn án tilnefningar
Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyri Ólafur M. Kristinsson, Vestmannaeyjum án tilnefningar
Kristján Þ. Júlíusson, Ísafirði Guðmundur Sigurbjörnsson, Akureyri Hafnasjóði
Hannes Valdimarsson, Reykjavík Þorvaldur Jóhannsson, Seyðisfirði Hafnasjóði
    
    Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, er formaður ráðsins. Eftir að Kristján Þór Júlíusson lét af störfum sem bæjarstjóri á Ísafirði og sagði þar með af sér sem formaður Hafnasambands sveitarfélaga hefur Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyð isfirði, tekið sæti aðalmanns í veikindaforföllum Guðmundar Sigurbjörnssonar.