Ferill 559. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1442 – 559. mál.



Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 28. maí.)


1. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Verðlagsnefnd búvara, skipuð sex mönnum, ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu.
    Samtök launþega tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skal annar þeirra tilnefndur af stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og hinn af stjórn Alþýðusambands Íslands. Noti annar aðilinn ekki tilnefningarrétt sinn færist réttur hans til hins.
    Stjórn Bændasamtaka Íslands og stjórnir búgreinasamtaka, sem hlotið hafa viðurkenningu skv. 4. gr. og starfa fyrir búgreinafélög þeirra afurða sem verðlagðar eru hverju sinni, til nefna tvo fulltrúa í nefndina sameiginlega. Skal annar þeirra tilnefndur til að fjalla eingöngu um verðmyndun til framleiðenda. Skal hann víkja úr nefndinni fyrir fulltrúa samtaka afurða stöðva í nefndinni þegar fjallað er um verðmyndun hjá afurðastöðvum.
    Samtök afurðastöðva fyrir búvörur tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skulu þeir tilnefndir þannig að í nefndinni starfi hverju sinni fulltrúar frá þeirri vinnslugrein sem um er rætt hverju sinni. Annar þessara fulltrúa skal tilnefndur til að starfa aðeins í nefndinni þegar nefndin fjallar um verðmyndun hjá afurðastöðvum og kemur í stað fulltrúa framleiðenda sem víkur sæti.
    Landbúnaðarráðherra tilnefnir einn fulltrúa í nefndina og er hann formaður hennar.
    Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og aðalmenn. Ákvarðanir í nefndinni skulu teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða atkvæða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu.
    Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd skal lokið 15. júní ár hvert. Nú notar einhver aðili ekki rétt sinn til tilnefningar og skal landbúnaðarráðherra þá tilnefna mann í nefndina í stað samtaka framleiðenda og samtaka afurðastöðva en félagsmálaráðherra á sama hátt í stað samtaka launþega. Nefndin skal fullskipuð 1. júlí ár hvert.
    Hagstofustjóri og forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins skulu vera verðlagsnefnd til aðstoðar.

2. gr.

    8. gr. laganna orðast svo:
    Verðlagsnefnd ákveður við upphaf hvers verðlagsárs, í fyrsta sinn 1. september 1998, lág marksverð fyrir mjólk til framleiðenda sem miðast við 1. flokks mjólk með skilgreindu efna innihaldi. Hverri afurðastöð er heimilt að greiða framleiðendum hærra verð en lágmarksverð. Verðlagsnefnd ákveður leyfileg afföll af verði mjólkur sem ekki stenst kröfur sem 1. flokks mjólk. Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Ákvörðun verðlagsnefndar um lágmarksverð skal tekin til endurskoðunar innan verðlagsársins komi fram um það ósk í nefndinni. Fram leiðslukostnaður á nautgripakjöti til framleiðenda skal metinn og skráður af verðlagsnefnd samhliða ákvörðun á lágmarksverði mjólkur. Heimilt er verðlagsnefnd að ákveða að skrán ing á verði nautgripakjöts falli niður. Landssambandi kúabænda er þá heimilt að gefa út við miðunarverð til framleiðenda fyrir einstaka flokka nautgripakjöts.
    Verðlagsnefnd metur við upphaf hvers verðlagsárs framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyr ir meðalbú, í fyrsta sinn 1. september 1998. Miða skal við kostnaðarútreikninga er sýni áætl aða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir meðalbús sem er rekið við eðlilegar framleiðsluaðstæður. Tilgreina skal ársvinnu á sauðfjárbúi af stærð sem miðað er við og virða endurgjald fyrir vinnuframlag til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnu markaði. Mat verðlagsnefndar skal taka til endurskoðunar innan verðlagsársins komi fram um það ósk í nefndinni. Landssamtökum sauðfjárbænda er heimilt að gefa út viðmiðunarverð til framleiðenda fyrir einstaka flokka sauðfjárafurða.
    Til ákvörðunar á framleiðendaverði annarra búvara en afurða sauðfjár og nautgripa skal verðlagsnefnd semja um verðlagsgrundvöll er sýni áætlaða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir bús sem næst meðalbúi að stærð, sem er rekið við eðlilegar framleiðsluaðstæður, komi fram um það óskir frá Bændasamtökum Íslands og viðurkenndum samtökum búvöruframleiðenda í viðkomandi grein skv. 2. mgr. 4. gr. Til greina skal ársvinnu á búinu og virða endurgjald fyrir vinnuframlag til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á al mennum vinnumarkaði. Verðlagsgrundvöllurinn gildir fyrir tvö ár í senn frá byrjun verðlags árs og skal hann vera tilbúinn fyrir þann tíma ár hvert nema annað sé ákveðið með samkomu lagi í verðlagsnefnd. Nefndinni er hvenær sem er heimilt að taka mið af verðlagsbreytingum vegna fjármagns- og rekstrarkostnaðar, svo og launabreytingar á tímabilinu, komi fram um það óskir í nefndinni. Verðlagsgrundvöllur hvers tímabils framlengist sjálfkrafa um tvö ár í senn ef honum er ekki sagt upp af fulltrúum samningsaðila með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Nefndin getur þó komið sér saman um annan frest.
    Við kostnaðarútreikninga skulu beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda teljast til tekna og koma til lækkunar á verði þeirra afurða sem beinar greiðslur taka til.

3. gr.

    11. gr. laganna orðast svo:
    Hagstofa Íslands skal afla fullnægjandi gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verð lagsgrundvallar. Verðlagsnefnd skal í samráði við Hagstofu Íslands setja reglur um öflun gagna.
    Hagþjónusta landbúnaðarins skal árlega afla rekstrarreikninga frá bændum, nægilega margra að dómi Hagstofu Íslands, er sýni raunverulegan framleiðslukostnað hinna ýmsu bú vara. Skulu þeir vera tilbúnir og uppgerðir fyrir 15. júní ár hvert fyrir næsta ár á undan. Reikningar þessir skulu vera til afnota fyrir Hagstofu Íslands og verðlagsnefnd. Stjórn Hag þjónustu landbúnaðarins, ásamt Hagstofu Íslands, skipuleggur þetta starf hennar í samráði við verðlagsnefnd.
    Verðlagsnefnd getur ákveðið að efna til sérstakra rannsókna í því skyni að fá betri upplýs ingar um þau atriði er máli skipta fyrir verðlagningu búvara. Skylt er að stofna til slíkra rannsókna ef þrír nefndarmenn eða fleiri krefjast þess. Skal nefndin í því efni leita samstarfs við Hagstofu Íslands, Hagþjónustu landbúnaðarins og aðrar opinberar stofnanir, svo og Framleiðsluráð landbúnaðarins, að því leyti sem rannsóknirnar snerta starfssvið viðkomandi stofnana. Telji umræddar stofnanir sig ekki geta látið í té starfslið til þess að gera þær rann sóknir er verðlagsnefnd hefur ákveðið að fram skuli fara er nefndinni heimilt að ráða til þess nauðsynlegt starfslið, enda komi samþykki landbúnaðarráðherra til.
    Skylt er einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að láta þeim er rannsóknir gera í té nauðsynlegar upplýsingar að viðlögðum dagsektum sé upplýsingaskyldu ekki sinnt.

4. gr.

    13. gr. laganna orðast svo:
    Verðlagsnefnd ákveður heildsöluverð búvara sem verðlagðar eru skv. 8. gr., að teknu til liti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara, nema annað sé tekið fram í samningi sem gerður er á grundvelli a-liðar 30. gr. laganna. Nefndin getur ákveðið að efna til sérstakra rannsókna í því skyni að fá betri upp lýsingar um þau atriði er máli skipta fyrir ákvörðun heildsöluverðs á búvörum með hliðstæð um hætti og segir í 11. gr.
    Verðlagsnefnd er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., heimilt í samkomulagi um heildsöluverð að gera tilteknar fyrir fram ákveðnar framleiðnikröfur til afurðastöðva, enda sé það samhljóða ákvörðun nefndarinnar.
    Verðlagsnefnd getur, að fengnum tillögum afurðastöðva eða samtaka þeirra, heimilað af urðastöðvum að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða. Samningar þessir skulu hljóta staðfestingu verðlagsnefndar.

5. gr.

    15. gr. laganna orðast svo:
    Heimilt er verðlagsnefnd að breyta heildsöluverði á búvörum hafi orðið breytingar á af urðaverði til framleiðenda, sbr. 8. gr., eða rekstrarkostnaði og vinnulaunum við vinnslu bú vara, komi fram um það ósk innan nefndarinnar.

6. gr.

    16. gr. laganna orðast svo:
    Verðlagsnefnd getur, að fenginni umsögn Framleiðsluráðs, ákveðið að undanskilja ein stakar vörutegundir verðlagningarákvæðum skv. 13. gr. þegar samkeppni er að mati nefndar innar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag.

7. gr.

    21. gr. laganna orðast svo:
    Innheimta skal hjá afurðastöð 1,8% verðskerðingargjald af úrvinnslu- og heildsölukostn aði kindakjöts, sem ætlað er til sölu á innlendum markaði, í sama skyni og 20. gr. kveður á um. Ráðherra ákveður viðmiðunarkostnað að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnað arins.

8. gr.

    22. gr. laganna orðast svo:
    Frá og með 1. september 1998 skal innheimta verðtilfærslugjald hjá afurðastöðvum af hverjum innvegnum mjólkurlítra í afurðastöð innan greiðslumarks. Gjald þetta telst til heild sölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af verðlagsnefnd. Verðtilfærslugjaldið skal vera 2,65 kr. á hvern lítra mjólkur. Gjald þetta greiðist út á tilteknar mjólkurafurðir við sölu innan lands eftir ákvörðun verðlagsnefndar.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
     a.      3. mgr. orðast svo:
                  Við kaup á kindakjöti frá framleiðendum eða samkomulag um að annast sölu þess skal tilgreina hvort kjötið sé til sölu innan lands eða til útflutnings, en greiðslur fyrir kindakjöt skulu vera óháðar greiðslumarki lögbýlisins.
     b.      Í stað orðanna „kjöt af dilkum“ í 6. mgr. kemur: „kjöt af sauðfé“

10. gr.

    Fyrirsögn X. kafla laganna verður: Um framleiðslu og greiðslumark mjólkur 1998– 2005.

11. gr.

    44. gr. laganna orðast svo:
    Markmið með ákvæðum þessa kafla um framleiðslu mjólkur eru:
     a.      að skapa rekstrarumhverfi fyrir framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða sem leiði af sér aukna hagkvæmni,
     b.      að bæta afkomumöguleika í mjólkurframleiðslu svo að nauðsynleg nýliðun og eðlileg endurnýjun fjárfestinga geti orðið,
     c.      að nýta á sem bestan hátt skilyrði til framleiðslu mjólkur fyrir markað innan lands og aðra þá markaði sem teljast hagkvæmir og viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hefur milli framleiðslu og eftirspurnar.

12. gr.

    45. gr. laganna orðast svo:
    Heildargreiðslumark mjólkur er tiltekið magn mjólkur, mælt í lítrum, sem beingreiðslur ríkissjóðs miðast við. Heildargreiðslumark mjólkur skal ákveðið þremur mánuðum fyrir upp haf hvers verðlagsárs. Við ákvörðun þess skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem far ið hafa um afurðastöðvar undanfarið tólf mánaða tímabil og áætlun Framleiðsluráðs land búnaðarins fyrir komandi verðlagsár, að teknu tilliti til birgða. Við mat á neyslu og birgðum skal miða við gildandi stuðla um samsetningu mjólkurafurða samkvæmt ákvörðun Fram kvæmdanefndar búvörusamninga. Verði sala mjólkurafurða undir heildargreiðslumarki árs ins þannig að birgðir aukist kemur mismunur til lækkunar á heildargreiðslumarki næsta árs. Á sama hátt hækkar heildargreiðslumark ef sala eykst. Birgðir sem verða til vegna fram leiðslu einstakra mjólkurframleiðenda umfram heildargreiðslumark, sbr. 3. mgr., teljast ekki til birgða við ákvörðun heildargreiðslumarks.
    Landbúnaðarráðherra skal, að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, ákveða heildargreiðslumark mjólkur fyrir hvert verðlagsár og setja í reglugerð nánari ákvæði um skiptingu þess í greiðslumark lögbýla.
    Framleiðsla mjólkur umfram greiðslumark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers framleiðanda og viðkomandi afurðastöðvar. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur þó heimilað sölu þessara vara innan lands ef heildarframleiðsla verður minni en sala og birgða staða gefa tilefni til.

13. gr.

    46. gr. laganna orðast svo:
    Greiðslumark skal bundið við lögbýli. Framleiðsluráð landbúnaðarins skal halda skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því. Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi. Þó er heimilt, þegar um fleiri sjálfstæða aðila er að ræða sem standa að búinu, að skrá þá sérstaklega.
    Greiðslumark hvers lögbýlis verður við upphaf verðlagsárs 1998–1999 jafnt greiðslu marki þess eins og það verður skráð við lok verðlagsársins 1997–1998, að teknu tilliti til breytinga sem verða á heildargreiðslumarki vegna verðlagsársins 1998–1999, skv. 1. mgr. 45. gr. laganna og að teknu tilliti til aðilaskipta fyrir 20. ágúst 1998. Að þeim tíma liðnum breytist greiðslumark hvers lögbýlis í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki, við aðilaskipti með greiðslumark eða vegna tilfærslna á greiðslumarki milli lögbýla samkvæmt reglum sem landbúnaðarráðherra setur.
    Sé greiðslumark ekki nýtt til framleiðslu að neinu leyti í full tvö ár fellur það niður, enda hafi Framleiðsluráð landbúnaðarins tilkynnt eiganda lögbýlis um rétt til sölu eða geymslu greiðslumarksins. Framkvæmdanefnd búvörusamninga er heimilt að ráðstafa þessu greiðslu marki til frumbýlinga, en að öðru leyti bætist það við greiðslumark annarra lögbýla í hlutfalli við skráð greiðslumark þeirra. Óski framleiðandi eftir að halda greiðslumarki á lögbýlinu án þess að nýta það til framleiðslu getur hann lagt það inn til geymslu hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, lengst til 1. september 2005. Greiðslumark sem þannig er geymt tekur ekki breytingum á geymslutímanum.

14. gr.

    47. gr. laganna orðast svo:
    Heimil eru aðilaskipti greiðslumarks á milli lögbýla, enda séu uppfyllt skilyrði þau sem ráðherra setur í reglugerð.
    Aðilaskipti með greiðslumark taka ekki gildi fyrr en staðfesting Framleiðsluráðs landbún aðarins liggur fyrir. Sé ábúandi lögbýlis annar en eigandi þess þarf samþykki beggja fyrir flutningi greiðslumarks frá lögbýli, sbr. þó ákvæði 3. mgr.
    Leiguliða er heimilt að kaupa greiðslumark á lögbýli og skal það sérstaklega skráð á nafn hans. Leiguliða er heimilt að selja sérskráð greiðslumark án samþykkis jarðareiganda. Þó skal jarðareigandi eiga forkaupsrétt við ábúðarlok leiguliða á því markaðsverði sem síðast liggur fyrir skv. 1. mgr.
    Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um markaðsfyrirkomulag og aðilaskipti með greiðslumark og skráningu þess.

15. gr.

    48. gr. laganna orðast svo:
    Beingreiðsla er framlag úr ríkissjóði til framleiðenda mjólkur og skal svara til 47,1% af verði mjólkur eins og það er ákveðið skv. 8. gr. laganna. Greiðslu til hvers lögbýlis sam kvæmt greiðslumarki þess er heimilt að skipta á þann veg að hluti greiðslunnar verði óháður framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlis sé ekki minni en tilskilið lágmark sem hlutfall eða heild af greiðslumarki, hluti greiðist eftir framleiðslu og hluti greiðist þannig að það stuðli að sem jafnastri dreifingu innleggs eftir mánuðum. Beingreiðsla skal greiðast mán aðarlega og skal framkvæmdanefnd búvörusamninga ákveða nánar greiðslutilhögun og frá viksmörk beingreiðslu fyrir upphaf hvers verðlagsárs, að fengnum tillögum Landssambands kúabænda.
    Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð, að fengnum tillögum framkvæmdanefndar bú vörusamninga, nánari reglur um beingreiðslur, m.a. um framkvæmd þeirra, greiðslutilhögun, fráviksmörk og ráðstöfun beingreiðslna vegna ónýtts greiðslumarks.

16. gr.

    Í stað orðsins „fimmmannanefnd“ í 1. mgr. 19. gr., 1. mgr. 26. gr. og 2. mgr. 64. gr. lag anna kemur í viðeigandi beygingarfalli: verðlagsnefnd búvöru. Orðin „og fimmmannanefnd“ í 2. málsl. 66. gr. laganna falla brott.

17. gr.

    Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr stafliður, K, svohljóðandi: Heimilt er landbúnaðarráðherra, að fengnum tillögum verðlagsnefndar búvara, að verja til eftirfarandi verkefna eftirstöðvum af verðmiðlunargjöldum sem ekki hefur verið ráðstafað:
     1.      Rannsóknar- og þróunarverkefna í framleiðslu og vinnslu mjólkur.
     2.      Endurmenntunar er leiði til meiri gæða og hagræðingar í framleiðslu mjólkur.
     3.      Hagrannsókna vegna verðlagningar og úttekta á stöðu framleiðslu og/eða vinnslu mjólkur.
     4.      Lækkunar á tilteknum mjólkurafurðum.

18. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi felldar 9.–10., 12., 14., 17., 18. og 56.–58. gr., 2.–4. málsl. 59. gr., 60. og 61. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Fram til 1. september 1998 skulu verðákvarðanir fyrir búvörur fara eftir þeim ákvæðum sem í gildi eru fyrir gildistöku þessara laga.