Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1478 – 519. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum um leigubifreiðar, nr. 61/1995.

(Eftir 2. umr., 2. júní.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Inngangsmálsliður greinarinnar orðast svo: Þeir einir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum mega aka fólksbifreið í leiguakstri.
     b.      2. tölul. orðast svo: hafa ekki verið dæmdir til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar eða varðhalds; ef meira en fimm ár eru liðin frá uppkvaðningu dómsins og dómurinn hefur ekki kveðið á um lengra en fjögurra mánaða fangelsi eða varðhaldsvist telst brotið fyrnt í skilningi laganna nema um sé að ræða kynferðisbrot eða að viðkomandi hafi verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi; brotið telst þó ætíð fyrnt ef viðkomandi hefur fengið uppreist æru.
     c.      3. tölul. orðast svo: hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu sem felst í því að vera fjár síns ráðandi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.