Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1484 – 311. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100 23. desember 1952.

(Eftir 2. umr., 2. júní.)



1. gr.

    1. gr. laganna, sbr. lög nr. 49/1982, orðast svo:
    Barn öðlast íslenskt ríkisfang við fæðingu:
     1.      ef móðir þess er íslenskur ríkisborgari,
     2.      ef faðir þess er íslenskur ríkisborgari og kvæntur móðurinni. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins.
    Barn, sem fundist hefur hér á landi, telst, þar til annað reynist sannara, vera íslenskur ríkisborgari.

2. gr.

    2. gr. laganna orðast svo:
    Eignist ógift kona, sem er erlendur ríkisborgari, barn hér á landi öðlast það íslenskan ríkisborgararétt ef karlmaður, sem er íslenskur ríkisborgari, er faðir þess samkvæmt barna lögum.
    Eignist ógift kona, sem er erlendur ríkisborgari, barn erlendis með karlmanni sem er ís lenskur ríkisborgari getur faðirinn, áður en barnið nær 18 ára aldri, óskað þess við dóms málaráðuneytið að það öðlist íslenskan ríkisborgararétt, og skal hann hafa samráð við barnið hafi það náð 12 ára aldri. Leggi hann fram fullnægjandi gögn, að mati ráðuneytisins, um barnið og faðerni þess öðlast barnið íslenskan ríkisborgararétt við staðfestingu ráðuneytis ins.

3. gr.

    2. gr. a laganna, sbr. lög nr. 49/1982, orðast svo:
    Erlent barn, sem ættleitt er af íslenskum ríkisborgara, með leyfi íslenskra stjórnvalda, öðl ast íslenskt ríkisfang við ættleiðinguna ef það er yngra en 12 ára.
    Erlent barn, yngra en 12 ára, sem ættleitt er af íslenskum ríkisborgara með erlendri ákvörðun, sem íslensk stjórnvöld viðurkenna, öðlast íslenskt ríkisfang við staðfestingu dóms málaráðuneytisins að ósk ættleiðanda.

4. gr.

    2. málsl. 4. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Fái einhver ríkisfang skv. 3. og 4. gr. öðlast jafnframt ógift börn hans undir 18 ára aldri ríkisfangið, hafi hann forsjá þeirra og þau eigi lögheimili hér á landi.

6. gr.

    Við lögin bætist ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:
    Dómsmálaráðherra er heimilt, að fenginni umsögn lögreglustjóra á dvalarstað umsækj anda og Útlendingaeftirlits, að veita íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt umsókn sem borin er fram af umsækjanda sjálfum, eða forsjármönnum hans hafi hann ekki náð 18 ára aldri, enda fullnægi hann eftirgreindum skilyrðum um búsetu, hegðun og framfærslu:
    A. Búsetuskilyrði.
     1.      Umsækjandi hafi átt hér lögheimili í sjö ár; ríkisborgari í einhverju hinna Norðurlandanna þó einungis í fjögur ár.
     2.      Umsækjandi, sem er í hjúskap eða staðfestri samvist með íslenskum ríkisborgara, hafi átt hér lögheimili í þrjú ár frá giftingu/stofnun staðfestrar samvistar, enda hafi hinn ís lenski maki haft íslenskan ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.
     3.      Umsækjandi, sem býr í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara og bæði eru ógift, hafi átt hér lögheimili í fimm ár frá skráningu sambúðarinnar, enda hafi hinn íslenski ríkisborgari haft ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.
     4.      Umsækjandi, sem á íslenskan ríkisborgara að öðru foreldri, hafi átt hér lögheimili í tvö ár, enda hafi hið íslenska foreldri haft ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.
     5.      Umsækjandi, sem verið hefur íslenskur ríkisborgari, en hefur gerst erlendur ríkisborgari, hafi átt hér lögheimili í eitt ár.
     6.      Flóttamaður, sem fullnægir skilgreiningu í alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna sem gerður var 28. júlí 1951, hafi átt hér lögheimili sem slíkur í fimm ár.
     7.      Reglur þessar miðast við lögheimili og samfellda dvöl hér á landi. Heimilt er að víkja frá því skilyrði þótt dvöl umsækjanda hér hafi verið rofin allt að einu ári vegna tíma bundinnar atvinnu eða af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem vegna veikinda nákomins ættingja, en þó allt að þremur árum vegna náms erlendis. Sá tími, sem umsækjandi hefur átt hér lögheimili og dvöl, verður þó að vera að minnsta kosti jafnlangur þeim tíma sem hann verður samkvæmt áðurgreindum reglum að uppfylla.
    B. Önnur skilyrði.
     1.      Umsækjandi sé að áliti tveggja valinkunnra manna starfhæfur og vel kynntur þar sem hann hefur dvalist.
     2.      Umsækjandi geti framfleytt sér hérlendis með hliðsjón af þeim upplýsingum sem koma fram í umsókn og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi síðastliðin tvö ár.
     3.      Umsækjandi hafi ekki sætt varðhalds- eða fangelsisrefsingu eða eigi ólokið máli í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi.
    Dómsmálaráðherra er einnig heimilt að veita íslenskan ríkisborgararétt barni sem fætt er hér á landi og sannanlega hefur ekki öðlast annan ríkisborgararétt við fæðingu og hefur ekki öðlast hann, eða átt rétt til að öðlast hann, þegar umsókn um ríkisborgararétt er borin fram. Barnið skal hafa átt lögheimili og samfellda dvöl hér á landi frá fæðingu í að minnsta kosti þrjú ár.
    Um börn þeirra sem fá ríkisborgararétt samkvæmt þessari grein gilda ákvæði 5. gr., nema öðruvísi sé ákveðið.


7. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum.
    Áður en umsókn um ríkisborgararétt er lögð fyrir Alþingi skal dómsmálaráðuneytið fá um hana umsögn lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda og Útlendingaeftirlits.
    Eigi sá börn sem ríkisborgararétt fær með lögum fer um þau eftir ákvæðum 5. gr., nema lögin láti öðruvísi um mælt.

8. gr.

    Í stað orðsins „forráð“ hvarvetna í 3. tölul. 7. gr. laganna kemur: forsjá.

9. gr.

    Við 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hann missir þó ekki ís lensks ríkisfangs verði hann við það ríkisfangslaus.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      3. mgr. orðast svo:
             Yfirlýsingu skv. 3. gr., 4. gr., 4. mgr. 9. gr. a og B- og C-lið 9. gr. b um að maður óski að verða íslenskur ríkisborgari getur aðeins sá aðili sjálfur gefið en ekki forsjármaður.
     b.      Í stað orðsins „forráðum“ í 4. mgr. kemur: forsjá.

11. gr.

    Við lögin bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
    Barn sem fætt er eftir 1. júlí 1964 en fyrir 1. júlí 1982 og hefði öðlast íslenskt ríkisfang ef ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt, sbr. lög nr. 49/1982, hefðu verið í gildi við fæðingu þess, fær íslenskt ríkisfang er móðir þess gefur um það skrif lega yfirlýsingu til dómsmálaráðuneytisins enda hafi hún forsjá barnsins, sé íslenskur ríkis borgari og barnið innan 18 ára aldurs. Barn þarf að lýsa samþykki sínu svo yfirlýsing sé gild.
    Hafi barnið náð 18 ára aldri getur það gefið yfirlýsingu um að það óski eftir að framan greint ákvæði taki til sín, enda hafi móðir þess haft íslenskt ríkisfang frá fæðingu þess til 1. júlí 1982 og barnið fullnægir skilyrðum 8. gr. til að vera íslenskur ríkisborgari.

12. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. október 1998.
    Ákvæði til bráðabirgða öðlast þó þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi 2. mgr. 10. gr. laga nr. 49 11. maí 1982.