Ferill 38. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 22/122.

Þingskjal 1487  —  38. mál.


Þingsályktun

um stefnumótun í málefnum langsjúkra barna.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa heildstæða og samræmda stefnu í málefnum langsjúkra barna. Í því skyni verði skipuð nefnd með aðild ráðuneyta heilbrigðis-, félags- og menntamála og fulltrúum samtaka um málefni langsjúkra barna. Nefndinni verði falið að leggja mat á hvort þörf sé sérstakrar löggjafar um réttindi langsjúkra barna eða hvort fella eigi þennan hóp undir gildissvið laga um málefni fatlaðra. Niðurstöður og nauðsynleg lagafrumvörp verði lögð fyrir Alþingi í upphafi árs 1999.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 1998.