Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 29/122.

Þingskjal 1513  —  109. mál.


Þingsályktun

um aðgerðir til að mæta mismunandi þörfum drengja og stúlkna í grunnskólum.


    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd fagfólks í uppeldis- og kennslumálum sem geri tillögur um hvaða uppeldis- og kennsluaðferðum skuli beitt í grunnskólum til að mæta betur mismunandi þörfum drengja og stúlkna, en upplýsingar um misvægi í sérfræðiþjónustu, athygli kennara og námsárangri benda til að úrbóta sé þörf. Jafnframt geri nefndin tillögur um viðeigandi breytingar á kennaranámi.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.