Ferill 641. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1523 – 641. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 4. júní.)



1. gr

    Í stað 1. og 2. mgr. 5. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Kærufrestur til yfirskattanefndar skal vera þrír mánuðir frá póstlagningu úrskurðar skatt stjóra eða ríkisskattstjóra.
    Kæra skal vera skrifleg. Kærunni skal fylgja frumrit eða endurrit úrskurðar skattstjóra eða ríkisskattstjóra sem kæran tekur til. Í kærunni skal koma fram hvaða atriði í úrskurðinum sæta kæru og rökstuðningur fyrir kröfum. Gögn, sem ætluð eru til stuðnings kærunni, skulu fylgja í frumriti eða endurriti.
    Ef kæra fullnægir ekki skilyrðum 2. mgr. skal yfirskattanefnd beina því til kæranda að bæta úr annmörkum innan hæfilegs frests. Verði kærandi ekki við því skal yfirskattanefnd vísa kærunni frá.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal ríkisskattstjóri senda viðbótarupplýsingar ef málavextir þykja vera þess eðlis að ástæða sé til þess að afla frekari gagna.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Yfirskattanefnd er jafnan heimilt að beina því til skattaðila eða ríkisskattstjóra að leggja fram frekari gögn eða upplýsingar máli til skýringar ef hún telur málið ekki nægi lega upplýst og setja þeim ákveðinn frest í því skyni.

3. gr.

    3. og 4. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
    Sé eigi þörf á sérstökum málflutningi að mati nefndarinnar skal taka mál til uppkvaðning ar úrskurðar að fengnum gögnum sem um ræðir í 6. gr. og andmælum kæranda eftir því sem ástæða er til.
    Séu gögn skv. 3. mgr. 6. gr. ekki lögð fyrir yfirskattanefnd innan frests sem þar greinir er yfirskattanefnd heimilt að kveða upp úrskurð á grundvelli fyrirliggjandi gagna, enda telji hún málið nægilega upplýst.

4. gr.

    8. gr. laganna orðast svo:
    Yfirskattanefnd skal úrskurða kærur eins fljótt og auðið er og eigi síðar en sex mánuðum eftir að henni hafa borist gögn sem um ræðir í 3. mgr. 6. gr. Ef gögn þessi berast ekki fyrir lok frests sem þar greinir skal sex mánaða fresturinn reiknast frá lokum þess frests.
    Nú fellur úrskurður yfirskattanefndar skattaðila í hag, að hluta eða öllu leyti, og getur yfirskattanefnd þá úrskurðað greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði, að hluta eða öllu leyti, enda hafi hann haft uppi slíka kröfu við meðferð málsins, um sé að ræða kostnað sem eðlilegt var að hann stofnaði til vegna meðferðar málsins og ósanngjarnt væri að hann bæri þann kostnað sjálfur.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Greinin orðast svo:
             Komi fram í kæru til yfirskattanefndar sem ríkisskattstjóri hefur til umsagnar skv. 6. gr. upplýsingar eða gögn sem ekki hafa legið fyrir skattstjóra við hina kærðu skatt ákvörðun en ríkisskattstjóri telur að eigi að leiða til verulega breyttrar niðurstöðu í mál inu er ríkisskattstjóra heimilt að gefa skattaðila kost á því að honum verði gerður skattur að nýju, sbr. 3. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, með þeim áhrifum að kæran til yfir skattanefndar teljist afturkölluð. Í tilkynningu um þetta til skattaðila skal tilgreina þær breytingar sem af endurákvörðun mundi leiða. Veita skal skattaðila 15 daga frest til að fara fram á endurákvörðun á þessum grundvelli og er hún ekki heimil án samþykkis hans. Fari skattaðili fram á endurákvörðun skal ríkisskattstjóri tilkynna það yfirskatta nefnd þegar í stað. Heimilt er ríkisskattstjóra að leggja fyrir skattstjóra að framkvæma endurákvörðun samkvæmt þessari grein.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Endurákvörðun vegna kæru.

6. gr.

    Við 15. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Frestur fjármálaráðherra til málshöfðunar í tilefni af úrskurði yfirskattanefndar er sex mánuðir.
    Nú telur ríkisskattstjóri ástæðu til að mæla með því við fjármálaráðherra að höfðað verði mál í því skyni að fá úrskurði yfirskattanefndar hnekkt og getur hann þá jafnframt farið þess á leit við yfirskattanefnd að úrskurðurinn verði ekki látinn hafa fordæmisgildi að svo stöddu. Yfirskattanefnd er heimilt að fallast á slíkt erindi ef sýnt þykir að skattframkvæmd gæti rask ast bagalega ef niðurstöðu úrskurðar yrði breytt með dómi. Frestun réttaráhrifa úrskurðar fellur úr gildi ef mál er ekki höfðað innan frests skv. 2. mgr. eða ef dómari fellst ekki á flýti meðferð málsins eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála.
    Sé mál höfðað vegna úrskurðar yfirskattanefndar er nefndinni heimilt að fresta afgreiðslu annarra sambærilegra mála sem til meðferðar eru fyrir henni.

7. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.