Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 30/122.

Þingskjal 1533  —  195. mál.


Þingsályktun

um aðlögun að lífrænum landbúnaði.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa viðeigandi breytingar á landbúnaðarlöggjöfinni til þess að unnt sé að styðja bændur sem aðlaga búskap sinn viðurkenndum lífrænum búskaparháttum í samræmi við lög nr. 162/1994 og reglugerð nr. 219/1995, um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.