Uppbyggingin á Eiríksstöðum í Haukadal

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 14:14:38 (3730)

1999-02-17 14:14:38# 123. lþ. 68.1 fundur 259. mál: #A uppbyggingin á Eiríksstöðum í Haukadal# fsp. (til munnl.) frá forsrh., MS
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[14:14]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm., Dalamanninum Svavari Gestssyni, fyrir að hreyfa þessu máli og forsrh. fyrir hans svör. Hér er um að ræða mjög mikilvægt verkefni í söguríku héraði, Dalasýslunni. Það er vel við hæfi að myndarlega sé tekið á við þau tímamót sem fram undan eru.

Eins og fram kom í máli fyrirspyrjanda hafa Dalamenn verið með áform um að setja upp safn og sýningu í Búðardal í tilefni af þessum tímamótum landafundaafmælisins. Mér hefur borist til eyrna að til standi að setja upp sýningu í Reykjavík af þessu tilefni. Ég vil beina því til hæstv. forsrh. að skoðað verði hvort ekki sé rétt að öllu frekar verði sett upp sýning í Búðardal eins og heimamenn þar hafa verið að vinna að í tilefni af þessum tímamótum.

Að öðru leyti vil ég nota tækifærið til að hvetja til þess að framgangur málsins verði myndarlegur. Það er mikilvægt fyrir Dalamenn og ekki síst fyrir þjóðina í heild.