Raforkuver

Fimmtudaginn 18. febrúar 1999, kl. 12:45:26 (3859)

1999-02-18 12:45:26# 123. lþ. 69.3 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 123. lþ.

[12:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég átti alls ekki við að virkja ætti Gullfoss. Ég átti við að virkja þar sem menn ætla sér að virkja á annað borð. Varðandi það að allir vísindamenn í heiminum séu sannfærðir um það að koldíoxíðmengun valdi gróðurhúsa\-áhrifum og gróðurhúsaáhrifin séu yfirleitt til staðar, þá er það ekki rétt. Stór hluti vísindamanna efast um þessar kenningar og þær hafa ekki verið sannaðar, hvergi. Það er t.d. talið að vatnsinnihald andrúmsloftsins hafi miklu meiri áhrif heldur en koldíoxíðinnihald þess. T.d. er talið að sólblettir hafi líka feikimikil áhrif á hitastig á jörðinni. Ekkert af þessu er sannað. Menn eru að gera stórkostlegar ráðstafanir um allan heim sem munu kosta mannkynið mikið í lífskjörum. Ég set spurningarmerki við þetta meðan það hefur ekki verið sannað. Ég hef heimild til þess.