1999-03-08 11:42:01# 123. lþ. 80.14 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[11:42]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Öryggismál þjóðarinnar eru ekki spurning um kalt stríð eða múra. Það er spurning um tilveru og framtíð þjóðar. Sjálfstfl. hefur ávallt fylgt ábyrgri stefnu í öryggis- og varnarmálum. Frá þeirri stefnu hefur ekki verið vikið.

Aftur á móti er áhyggjuefni hvernig forustumenn Samfylkingarinnar hafa í umræðunni meðhöndlað þetta alvörumál eins og hverja aðra skógarferð. Ég segi nei.