Náttúruvernd

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:50:14 (4928)

1999-03-11 11:50:14# 123. lþ. 85.19 fundur 528. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 44/1999, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:50]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég er mjög ósáttur við þessa breytingu. Þessi breyting mun hafa það í för með sér að íslenskum skattborgurum verður bönnuð umferð um land sem þeir leggja sjálfir fé í að rækta upp, land í einkaeigu sem þeir hafa sjálfir verið að rækta upp. Ég held, virðulegi forseti, að jafnvel ákvæði sem heimilar mönnum að ganga á skautum um óræktað land vegi ekki á móti þessu.