Fangelsismál

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 15:30:50 (275)

1998-10-12 15:30:50# 123. lþ. 7.1 fundur 44#B fangelsismál# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[15:30]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég þekki ekki það tilvik sem hv. þm. vék hér að og get ekki um það fjallað. Ég veit ekki hversu oft lögregla hefur verið kölluð til aðstoðar á sjúkrahúsum eða geðdeildum en vitaskuld er það svo að lögreglunni ber skylda til þess að sinna verkefnum á sjúkrahúsum ef nauðsyn krefur. Ég þekki hins vegar ekki og get ekki svarað hversu oft það hefur gerst. Ugglaust eru til dæmi um það og lögreglan getur ekki undan því vikist. Ég get hins vegar svarað hv. þm. því að í þessu efni hefur, að ég hygg, ekki átt sér stað stefnubreyting eða ný viðhorf komið fram, hvorki af hálfu lögreglu né heilbrigðisyfirvalda.