Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 15:03:33 (948)

1998-11-05 15:03:33# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[15:03]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson hefur lagt mjög sérstaka merkingu í þessa setningu sem er að finna í stefnumörkun samfylkingarinnar: ,,Framtíðarmarkmiðið hlýtur samt að vera að Ísland geti staðið utan hernaðarbandalaga.`` Þá ber að spyrja einfaldra spurninga: Er það markmið Alþfl. að tryggja öryggi þjóðarinnar? Ef svarið við því er já, er það þá hægt utan varnarbandalags NATO? Ef það er nei sem þingmaðurinn er að rembast við að reyna að segja okkur, þá spyr ég: Er ekki átt við NATO með orðinu hernaðarbandalag? Og ef svo er ekki: Við hvað er þá átt?