Þingfararkaup

Fimmtudaginn 12. nóvember 1998, kl. 16:26:03 (1079)

1998-11-12 16:26:03# 123. lþ. 23.22 fundur 104. mál: #A þingfararkaup# (laun, endurgreiðsla kostnaðar o.fl.) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 123. lþ.

[16:26]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þessar upplýsingar. Það munaði engu að hann slyppi við að skrifta opinberlega um það hvernig hann verði þessu fé. Ég fagna því að hann skuli hafa þennan háttinn á. Þetta gera ýmsir vissulega. Ég hef svo sem engu frekar við þetta að bæta en ég ítreka þetta með hugsjónirnar og ég held nú satt að segja að það sé hægt að starfa á þingi á þeim launum sem við höfum í dag. Ýmis kostnaður sem ekki er dagpeningar er hins vegar vanmetinn. Ég hef fundið það iðulega.

Ég vil svo benda hv. þm. á það líka að enginn segir að hann þurfi að eyða milljónum í prófkjör.