Svör við fyrirspurnum og undirbúningur svara

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 13:33:52 (1228)

1998-11-18 13:33:52# 123. lþ. 26.91 fundur 108#B svör við fyrirspurnum og undirbúningur svara# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[13:33]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill upplýsa vegna fyrirspurnar hv. þm. að það lá fyrir í upphafi fundar að hæstv. viðskrh. yrði ekki hér í dag og hann er með fjarvistarleyfi. En hvað varðar svör við þeim fyrirspurnum, sem hv. þm. var að rukka um, þá hefur forseti aflað sér upplýsinga um að von er á þeim í þingið öðru hvoru megin við helgina.

Hvað hitt atriðið varðar, þau bréf sem hv. þm. ræðir um og hefur ritað forseta, er það mál sem er í höndum forseta þingsins, Ólafs G. Einarssonar.