Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 16:32:31 (1446)

1998-11-30 16:32:31# 123. lþ. 29.3 fundur 278. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[16:32]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Við höfum ekki séð ástæðu til að gera ráð fyrir miklum breytingum á tekjuhlið í þessu máli. Það er erfitt að segja fyrir um það á hvern veg þessar breytingar verða. Það er alveg hugsanlegt að hlutabréfaafsláttur í rýmkuðu formi eins og hér er gert ráð fyrir kosti ríkissjóð einhverja peninga, en það má líka gera ráð fyrir að til að mynda breytingin á skattfrelsismörkum fjármagnstekjuskatts skili tekjum í ríkissjóð. Niðurstaða okkar í þessu efni er sú að gera eiginlega ekki ráð fyrir neinum breytingum. En við munum að sjálfsögðu meta það betur þegar sýnt verður hver afdrif þessa frv. verða. Ég á reyndar ekki von á öðru en að það verði samþykkt fyrir áramót og þá mundi það koma inn í tekjumat okkar fyrir 3. umr. fjárlaga. Að öðru leyti þakka ég þingmanninum fyrir undirtektir við málið.