Lífeyrissjóður bænda

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 19:21:05 (2062)

1998-12-10 19:21:05# 123. lþ. 37.9 fundur 323. mál: #A Lífeyrissjóður bænda# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[19:21]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég nefndi afurðastöðvarnar og Hótel Sögu til þess að benda á hvernig farið geti fyrir sameignum stórra stétta. Þær hafa ekkert um það að segja og koma ekki nálægt því.

En mig langar til að spyrja hv. þm. tveggja spurninga:

Fyrri spurningin er: Hver á Lífeyrissjóð bænda? Eru það bændur? Ef ekki, hverjir þá?

Önnur spurningin: Treystir hv. þm. bændum ekki til að sjá um fjármál sín?