Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 21:03:32 (2361)

1998-12-15 21:03:32# 123. lþ. 42.2 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 123. lþ.

[21:03]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. lét sér detta í hug að sá sem hér stendur kynni ekki að lesa. Ekki dettur mér í hug að halda því fram að hv. þm. Ágúst Einarsson kunni ekki að lesa. En hann kýs ekki að lesa niðurlag bréfsins. Þar koma fram skilyrðin sem ég minntist á sérstaklega. Meiningin er að tryggja íslenskum vísindamönnum aðgang að þessum grunni og ég veit að í úrvinnslu málsins eftir samþykkt frv. verður auðvelt að taka upp samræður við Rannís og benda þeim á hvernig þetta verður gert. Rannsóknaráð Íslands mun vissulega fylgja þessu máli eins og það verður búið í kjölfar samþykktar frv.