Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 12:55:02 (2727)

1998-12-19 12:55:02# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[12:55]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get alveg verið sammála því að starfsaðstaða þingmanna hefur stórbatnað á síðustu árum. Hins vegar þarf ekki að lýsa því fyrir hv. þingmönnum að húsnæði þingsins er óhagkvæmt og óhagkvæmt að reka starfsemi þingsins í öllum þeim húsum sem staðsett eru hér í Kvosinni. Það þarf ekki að lýsa því fyrir hv. þm. Þetta hús er eitt skref til að bæta þar úr og bæta aðgengið að þinginu. Frekari byggingar hafa ekki verið ákveðnar og eru ekki á okkar borði nú um þessar mundir eins og ég tók fram áður.

Varðandi hrossin, þá er þetta að hluta til hvati til eigenda hrossanna til að slátra þeim. Hrossakjöt hefur verið verðlítið. Hluti af þessu er sláturkostnaður og hluti greiðsla til bændanna. Það má vel vera að heppilegra hefði verið að vista þennan lið undir þróunarhjálp en þetta er vistað sem sérstakar greiðslur í landbúnaði og tillagan hljóðar þannig.