Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 71 — 71. mál.



Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um samninga við bankastjóra Landsbanka Íslands.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Voru gerðir samningar við starfandi bankastjóra Landsbanka Íslands þegar honum var breytt í hlutafélag?
     2.      Ef svo er, í hverju voru þeir fólgnir? Var kveðið á um lífeyrismál, starfslokagreiðslur eða hlunnindi í þessum samningum?
     3.      Hversu mikið munu þessir samningar við bankastjórana kosta bankann á ári?


Skriflegt svar óskast.