Ferill 159. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 159  —  159. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um áhrif af afnámi línutvöföldunar.

Frá Hjálmari Árnasyni.



     1.      Hefur heildarframboð af línuþorski til landvinnslu á tímabilinu nóvember til febrúar breyst síðan línutvöföldun var afnumin með lögum nr. 105/1996 ef miðað er við þrjú síð­ustu fiskveiðiár þar á undan?
     2.      Stunda þeir bátar sem mestum línuafla skiluðu fyrir afnám línutvöföldunar (t.d. þeir 30 bátar sem mesta úthlutun fengu vegna aflareynslu á línu við afnám tvöföldunar) enn línu­veiðar yfir vetrarmánuði?


Skriflegt svar óskast.