Ferill 42. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 177 – 42. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sesselju Árnadóttur frá félagsmála­ráðuneyti.
    Frumvarpið er til staðfestingar á bráðabirgðalögum frá 10. júlí 1998 en þau voru sett til að taka af vafa um gildistöku sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Samkvæmt ákvæðum laganna áttu þau að öðlast gildi 1. júní 1998, en þau voru hins vegar ekki birt fyrr en 5. júní 1998. Mátti álykta, með hliðsjón af 7. gr. laga nr. 64/1943, um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, að þetta leiddi til þess að lögin öðluðust ekki gildi fyrr en 1. október 1998. Með bráða­birgðalögunum voru tekin af öll tvímæli um að gildistaka laganna væri við birtingu þeirra, 10. júlí 1998, en ekki 1. október 1998. Var þannig eytt þeirri réttaróvissu sem hafði skapast um gildistöku sveitarstjórnarlaganna.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Kristján Pálsson og Arnbjörg Sveinsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. okt. 1998.



Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm., með fyrirvara.


Siv Friðleifsdóttir.



Einar K. Guðfinnsson.




Magnús Stefánsson.



Pétur H. Blöndal.