Ferill 108. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 260 — 108. mál.


Nefndarálit



um frv. til l. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Ísleifsson frá Seðlabanka Íslands. Málið var ekki sent út til umsagnar.
    Með frumvarpinu er lagt til að ríkisstjórninni verði heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stofnskrárbreytingin var samþykkt af yfirstjórn sjóðsins á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hong Kong í september 1997.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Ólafur Hannibalsson og Steingrímur J. Sigfússon voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. nóvember 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jörundur Guðmundsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Svavar Gestsson.     


Sólveig Pétursdóttir.



Valgerður Sverrisdóttir.





Pétur H. Blöndal.