Ferill 107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 261 — 107. mál.


Nefndarálitum frv. til l. um heimild til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Ísleifsson frá Seðlabanka Íslands. Málið var ekki sent út til umsagnar.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimiluð verði hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóða­gjaldeyrissjóðnum úr 85,3 milljónum sérstakra dráttarréttinda í 117,7 milljónir. Hækkunin hefur ekki áhrif á hag ríkissjóðs og með því að taka þátt í hækkuninni viðheldur Íslands atkvæðavægi sínu í stjórn sjóðsins. Hækkunin var samþykkt af sjóðsráði Alþjóðagjaldeyris­sjóðsins 30. janúar 1998.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Ólafur Hannibalsson og Steingrímur J. Sigfússon voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. nóvember 1998.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jörundur Guðmundsson.Gunnlaugur M. Sigmundsson.Svavar Gestsson.Sólveig Pétursdóttir.Valgerður Sverrisdóttir.

Pétur H. Blöndal.