Ferill 236. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 267  —  236. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um beingreiðslur til bænda.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hversu margir bændur njóta nú beingreiðslna vegna sauðfjárræktar?
     2.      Hversu margir bændur eldri en sjötugir njóta nú beingreiðslna, sundurliðað eftir sýslum?
     3.      Hversu stór hluti heildarbeingreiðslna vegna sauðfjárræktar í hverri sýslu rennur nú til þessara bænda?
     4.      Hversu margir bændur sem njóta nú beingreiðslna í kindakjöti eru með bú
                  a.      undir 60 ærgildum,
                  b.      undir 90 ærgildum og
                  c.      undir 120 ærgildum?
         Svar óskast sundurliðað eftir sýslum.
     5.      Hversu hátt hlutfall heildarbeingreiðslna vegna sauðfjárræktar rennur nú til bænda með innan við 60, 90 og 120 ærgilda bú, sundurliðað eftir sýslum?


Skriflegt svar óskast.