Ferill 272. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 310 — 272. mál.
Fyrirspurn
til fjármálaráðherra um launakjör opinberra starfsmanna sem starfa erlendis og starfsmanna hjá alþjóðastofnunum sem Ísland á aðild að.
Frá Pétri H. Blöndal.
1. Hver eru launakjör starfsmanna alþjóðastofnana og alþjóðasamtaka sem Ísland á aðild að, sundurliðað annars vegar eftir stofnunum og hins vegar eftir stjórnendum, sérfræðingum og öðrum starfsmönnum?
2. Hver eru launakjör opinberra starfsmanna sem starfa erlendis?
3. Hver er skattaleg meðferð tekna íslenskra starfsmanna skv. 1. og 2. tölul., hér á landi og í starfslandinu? Njóta starfsmenn einstakra stofnana eða samtaka sérstakra skattalegra fríðinda?
4. Nýtur þetta starfsfólk skattfrelsis af öðrum toga en tekjuskattsfrelsis?
5. Hvernig eru skattareglur helstu annarra ríkja gagnvart opinberum starfsmönnum sínum sem starfa erlendis og gagnvart eigin þegnum og þegnum annarra ríkja sem starfa hjá alþjóðastofnunum og alþjóðasamtökum?
6. Hver er skattaleg staða starfsfólks alþjóðastofnana, alþjóðasamtaka og erlendra ríkja hér á landi?
Skriflegt svar óskast.