Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 323  —  116. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns.

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá ríkissaksóknara, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, ríkislögreglustjóra og Lögmannafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu er lagt til að með lögum verði lögð ábyrgð á lögaðila vegna mútugreiðslna til erlendra opinberra starfsmanna og er lögfesting þess nauðsynleg til að unnt sé að fullgilda samning um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Fylgir frumvarp þetta frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlög­um, 115. máli, sem samhliða hefur verið til umfjöllunar í allsherjarnefnd.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Kristján Pálsson og Ögmundur Jónasson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. nóv. 1998.Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.


Jóhanna Sigurðardóttir.Hjálmar Jónsson.


Jón Kristjánsson.


Árni R. Árnason.Kristín Halldórsdóttir.